Síðasti mánuður í lífi heróínfíkils – Heimildarmynd

Ben Rogers kemur úr miðstéttarfjölskyldu og var alinn upp í hljóðlátu hverfi. Hann var í skátunum, spilaði í skólahljómsveitinni og var fjölskyldudrengur.

Það kom því öllum á óvart hvernig rættist úr Ben en hann varð eiturlyfjafíkill og heróínið hefur rústað hans lífi. Hann hefur eyðilagt líkama sinn og æðakerfið var orðið svo lélegt að hann þurfti að sprauta sig í nárann.

Seinasta mánuðinn í lífi sínu hélt Ben átakanlega dagbók þar sem vel kemur fram hvernig líf fíkilsins er, lygarnar, vonbrigðin og skilyrðislausa ástina.

SHARE