Sigríður Klingenberg leggur líf og limi í hættu fyrir Spádómsegg

Sigríður Klingenberg er einhver litríkasta spákona okkar íslendinga og lífskúnstner með meiru. Sigga Kling, eins og við köllum hana flest, hefur fóðrað landann á stjörnuspám sem hafa vakið gríðarlega athygli og skapast heilmikil eftirvænting bakvið tölvuskjái um land allt þegar líða fer að spádómsdegi. Spádóma Siggu má nálgast á lífstílsvefnum tiska.is og koma nýjir og ferskir spádómar á þriggja vikna fresti. Áhuginn er slíkur að menn og konur eru farnar að iða í skinninu þegar fer að líða að þriðju og síðustu vikunni. Samfélagsmiðlarnir hafa iðullega logað úr eftirspurn á lokametrunum.

Áhuginn á spádómunum hefur verið slíkur að Sigga hefur nú í samvinnu við Góu sett á markað svokölluð Spádómsegg. Þannig mun Sigga svala spáþyrstum yfir páskahátíðina og vert er að brýna fyrir fólki að spádómsbók er í botni kassans, honum skal því alls ekki henda.

Það er óhætt að segja að Sigga sé í sannkölluðum söluham um þessar mundir og lætur bókstaflega ekkert stoppa sig. Ekki einu sinni heimsendi ef því er að skipta. Voruði búin að sjá hana í gírnum?

SHARE