Silki, blúnda og skegg – Conchita í nærfötum

Conchita Wurst er algjör tískudrottning en þessi 25 ára gamli Eurovision-sigurvegari hefur nú þegar tekið þátt í tískusýningu fyrir haust og vetrarlín Jean Paul Gaultier. 

1408537080638_wps_7_PLEASE_LINK_TO_http_crfas

Í hausttölublaði CR Fashion Book kemur Conchita fram í blúndu nærfatnaði með hinni ófrísku Ashleigh Good og hinum margrómaða hönnuði Karl Lagerfeld.

Casey Legler tekur viðtal við Conchita í blaðinu og opnar söngkonan sig um barnæsku sína og hvernig hún fór að því að vera þar sem hún er í dag, en Conchita heitir Tom Neuwirth þegar hún er ekki í hlutverki Conchita.

Conchita er stór hluti af lífi mínu. Ég ólst upp í litlu íhaldssömu austurísku þorpi og ég var skrýtinn lítill drengur sem var alltaf að klæða sig upp eins og stúlka. Ég hafði klætt mig upp í drag frá því ég var 14 ára, en bara við sérstök tilefni. Svo, árið 2010, var vinkona minn að leita að kynni í burlesque sýningu sem hún var með.

Í einu partýinu var Conchita að fíflast, tala í míkrafón, segja fyndna hluti og eftir partýið var hún beðin um að taka að sér að vera kynnir á hverjum laugardegi þaðan í frá.

Þá fór ég að klæða mig upp í kvenmannsföt reglulega. Þetta var svolítið yfirþyrmandi fyrir mig, því þó ég væri að skemmta mér vel og klæða mig upp hverja helgi, þá fékk ég líka að læra af frábærum listamönnum. Ég kynntist fólki sem má gera allt sem það vill og það opnaði augu mín og heimurinn breyttist um leið.

1408536892100_wps_6_PLEASE_LINK_TO_http_crfas

Karl Lagerfeld hefur verið þekktur fyrir að ögra því sem telst venjulegt og segir að það sé það sem heilli hann við þessa frægu dragdrottningu.

Mér líkar við Conchita því hún er ekki bara með flotta rödd heldur er hún að gera eitthvað sem enginn hefur gert áður. Við höfum öll heyrt um „skeggjuðu konurnar“ en það hefur engin sé skeggjaðan karlmann koma fram sem kona…. Það er komin ný meining fyrir orðið drag.

1408536806045_wps_5_PLEASE_LINK_TO_http_crfas

Hönnuðurinn segir að það setja þessi tvö ólíku módel saman hafi orðið að flottri andstæðu.

 

SHARE