Simpson fjölskyldan í jólabúning – með Frozen þema

Nú er von á sérstakri jólaútgáfu af teiknimyndaþáttunum vinsælu The Simpsons og hér má sjá upphafsstikluna í stórskemmtilegum jólabúning. Í stiklunni gerist allt sem við erum vön að sjá í upphafi Simpson þáttana en nú hefur öllum smáatriðum verið skipt út fyrir jólaþema!

Óhætt er að segja að gula gúmmífjölskyldan sé komin í jólagírinn en í þessari stiklu má sjá þau bregða sér á sleða og kasta snjóboltum í hvort annað eins og þeim einum er lagið.

Svo er skemmtileg tilvísun í Disney myndina Frozen í lokin!

Tengdar greinar:

Disney kastalar sem þú getur leigt

Teiknimyndafígúrur gegn ofbeldi á konum

Lítil stelpa verður öskuvond þegar að mamma hennar hlær að Frozen flutningi hennar

SHARE