Sinnepsdressing

Ég er sinnepssjúk það er fátt sem toppar gott sinnep!

Þessi frábæra dressing kemur frá henni Berglindi sem heldur úti síðunni lifandilif.is/ mæli sannarlega með innliti á síðuna.

Uppskrift:

Um 8 skammtar af sinnepdressingu:

1/4 bolli ferskur sítrónusafi

1 msk. + 1 tsk. Dijon sinnep

1/2 bolli Extra-Virgin olifu olía

Örlítið sjávarsalt

Fersk malaður pipar eftir smekk

  • Öllu blandað saman og geymt í ísskáp í allt að tvær vikur.

Sáraeinfalt og  sinnepsdressingin er góð ofan á brauð, með kjúkling og út á salat.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here