Síþreyta – sálrænar hliðar

Þreyta er hvorki óalgeng né óþekkt meðal Íslendinga. Þreyta og afleiðingar hennar eru með algengustu kvörtunum þeirra sem leita til heimilislækna. Á undanförnum árum hefur orðið æ algengar að fólk kvarti yfir þreytu sem virðist ekki eiga sér neinar sérstakar orsakir.

Sú þreyta sem nefnd hefur verið síþreyta, er töluvert frábrugðin venjulegri þreytu. Hún er bæði alvarlegri en venjuleg þreyta, sem stafar af mikilli vinnu og miklu álagi. Síþreyta er líkamlegt ástand sem getur herjað á fólk á öllum aldri, af báðum kynjum. Hún er þó algengust meðal yngri kvenna. Umfang hennar getur verið allt frá mikilli þreytu en rólfæri upp í það að hinn þreytti neyðist til að vera rúmfastur.

Það er óvenjulegt við þennan sjúkdóm að hann er afleiðing óskilgreinds ástands sem ekki er vitað hvort einn eða fleiri þættir valda. Ekki er heldur vitað hvort um er að ræða veirusmit eða afleiðingar annarra sjúkdóma. Það mætti einnig hugsa sér að síþreyta sé afleiðing einstakra og/eða samverkandi þátta. Hvað svo sem orsökunum líður þá eru afleiðingarnar býsna raunverulegar fyrir þolandann.

Sífellt fjölgar síþreyttum. Nýjasti hópurinn eru hermenn sem tóku þátt í Persaflóastríðinu. Þeir telja sig annað hvort hafa orðið fyrir eiturvopnaárás eða að þetta séu afleiðingar lyfja sem þeir urðu að taka inn til að koma í veg fyrir skaðvænleg áhrif efna- eða sýklavopna.

Þreyta án skýringa

 

Á undanförnum árum hafa verið haldnar fjölþjóðlegar vísindaráðstefnur um síþreytu þar sem meðal annars hefur verið rætt um hvernig eigi að skilgreina sjúkdóminn, um afleiðingar hans, þróun og rannsóknir. Rannsóknir á faröldrum sem hafa leitt af sér síþreytuástand svo sem Akureyrarveikin, hafa einnig aukið þekkingu á afleiðingum og þróun sjúkdómsins.

En þreytan sjálf er það sem sameinar ótvírætt alla þá síþreytu: Þeir þreytast við litla áreynslu og skiptir þá engu hvort áreynslan er líkamlega eða andleg. Ástandið getur breyst frá degi til dags. Margs konar truflanir á eðlilegri líkamsstarfsemi virðast einnig auka einkennin.

Eftirfarandi einkenni hafa verið talin algeng: Hægari hugsun, lélegt minni, skortur á einbeitingu, fælni, kvíði, þunglyndi, of lítil eða of mikil svefnþörf, vöðva- og liðverkir, hitaslæðingur, hálsbólga, meiri viðkvæmni fyrir hita og kulda, óvenjulegir höfuðverkir, ljósfælni, óregla á hægðum og munn- og augnþurrkur. Það hefur einnig komið fram að þol fyrir áfengi minnkar. Fleiri einkenni hafa verið nefnd, en þessi upptalning sýnir þó að margt getur farið úrskeiðis.

Margvísleg áhrif

Þótt einkennin komi á tiltölulega skömmum tíma verður þeirra ekki endilega vart samtímis. Áhrifin eru margvísleg. Oft reynist erfitt að stunda fulla vinnu, hvort sem er innan eða utan heimilis. Ekki hefur heldur verið hægt að stunda formlegt nám af sama krafti og áður. Sambúð fólks er mjög viðkvæm fyrir álagi og veikindum. Sjúkdómurinn getur mjög auðveldlega leitt til hjónabandsvandamála ef greining dregst á langinn og ef ekki er brugðist við aðstæðum tímanlega.

Helstu félagsleg áhrif sjúkdómsins eru að tjáskipti verða stirðari, frumkvæði verða sjaldgæfari, hreyfingar hægari og kynlífsvandamál geta orðið algengari.

Til að auðvelda hinum síþreytta lífið er gott að skipuleggja ekki fram í tímann á þann veg að það eigi að framkvæma eitthvað á einhverjum sérstökum tíma, heldur að stefna að því að framkvæma hlutinn einhvern tíma á ákveðnu tímabili, einmitt á þeim tíma sem sá síþreytti velur sér sjálfur. Sá sem er með síþreytu finnur best sjálfur hvenær hann þolir að taka þátt í einhverju eða reyna á sig. Hyggilegast er því að láta hann sjálfan velja.

Sálfræðingar hafa verið fengnir til að aðstoða síþreytta sjúklinga. Sálfræðingurinn sníður meðferð að þörfum hvers og eins, leggur áherslu á að kanna stöðu einstaklingsins með tilliti til getu og veitir stuðningsmeðferð til að auðveldara sé að lifa við ástandið og sigrast á samviskubiti. Einnig getur sálfræðingur beitt sjálfsstyrkingu og bent þolendum á að þeir séu ekki einir um að finna fyrir síþreytu, þeir séu hvorki gagnslausir né algjörlega vonlausir þrátt fyrir síþreytuna. Þá fræðir hann um ástand, horfur og leiðir til úrbóta og veitir ráðgjöf varðandi það að lifa við langvarandi veikindi og verki. Loks getur hann kennt mismunandi leiðir til slökunar og sjálfsdáleiðslu.

Lifað með sjúkdóminn

Síþreyta getur varað frá nokkrum mánuðum upp í nokkur ár. Ekki hefur tekist að finna ákveðna lækningu eða aðferð sem kemur flestum einstaklingum að verulegu gagni. En mörgum gagnlegum ráðum hefur verið safnað saman sem gera síþreyttum tilveruna auðveldari (sjá upptalningu).

Margir reka sig á það að þeir þola ekki allan mat jafn vel og áður, og eru jafnvelkomnir með fæðuó&thorn ;ol og ofnæmi fyrir ákveðnum efnum. Ef grunur leikur á um þetta er sjálfsagt að breyta fæðuvali. Þegar um mikið óþol er að ræða hefur mörgum gagnast vel að sneiða hjá unnum mat.

Ástandið hverfur ekki jafn skjótt og það kom. Í endurhæfingu hefur reynst vel að taka smá skref í einu, að ætla sér ekki um of og að hvíla sig nóg eftir tiltölulega stutta vinnutörn.

Þrátt fyrir að síþreytuástand geti verið mjög slæmt, hefur komið í ljós að skipulögð og rétt uppbyggð meðferð ásamt endurhæfingum getur skilað góðum árangri og leitt til umtalsverðs bata.

Eins og þegar hefur komið fram þola síþreyttir einstaklingar mjög litla áreysnlu. Andstætt öðrum virðist þeim oft versna við áreynslu, nema um mjög léttar líkamsæfingar sé að ræða. Það að geta ekki gert það sama og aðrir geta gert, og gera hugsunarlaust, getur oft valdið sálarangist.

Gagnleg ráð fyrir síþreytta

 

 • Hafðu púða á örmum skrifborðsstóla eða vinnustóla og notaðu stuðningspúða við bakið.
 • Stólar með háu baki styðja betur við.
 • Notaður skemil þegar þú situr.
 • Sittu ekki í næðingi á veturna.
 • Notaðu eggjabakkadýnu í rúmið og flónelslak eða flónelskoddaver.
 • Settu púða undir hnén þegar þú liggur á bakinu.
 • Samfest náttföt halda hita á baki og maga.
 • Notaðu hitapoka eða rafmagnsteppi.
 • Veltu þér fyrst á hliðina áður en þú reynir að fara á fætur úr liggjandi stöðu.
 • Fáðu þér hjólaborð sem hægt er að rúlla upp að rúminu.
 • Gott er að nota stíft spjald með klemmu sem hægt er að festa skrifpappír á.
 • Notaðu skrifpappír með breiðu línubili.
 • Notaðu breiða penna og blýanta.
 • Gott er að eiga létta tröppu.
 • Notaðu þykka og hlýja sokka og hanska.
 • Notaðu teygjubindi á úlnliði, olnboga og hné.
 • Eigðu nokkur pör af sólgleraugum.
 • Skipulagðu í eldhúsi á þann veg að sem flest mataráhöld séu í mjaðmarhæð.
 • Rétt hönnuð verkfæri og eldhúsáhöld létta störfin (t.d. dósaopnarar).

(Úr the Messenger)

doktor.is logo

Tengdar greinar:

Hjartsláttarköst, andþyngsli og sviti

25 mögulegar afleiðingar svefnskorts

„Ég hef verið mjög þreytt í mörg ár“ – Kristjana Marín segir okkur sína sögu

SHARE