Sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun – Þú verður að þekkja einkennin

Sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun (e. narcissistic personality disorder) NPD

Er narsissismi ofnotað orð? Hvað er narsissmi? Höfum við ekki öll heyrt þetta orð notað um bæði konur og karla í gegnum tíðina og þá sérstaklega síðustu ár, þar sem mikil vakning hefur orðið í samfélaginu varðandi ofbeldi. Stundum hefur mér þótt þetta orð verið ofnotað þegar deilur eiga sér stað í samböndum. En hvað er narsissmi? 

Ég elska fólk og hef mikinn áhuga á því að skilja manninn með öllum hans kostum og göllum, til að skilja sjálfan mig, umhverfið í kringum mig og aðra betur. Ég man þegar að ég heyrði þetta hugtak fyrst fyrir nokkrum árum þá vissi ég í raun ekki hvað það þýddi að vera narsissti og fannst það hljóma frekar stórt orð um brotinn einstakling. Ég gaf mér aldrei tíma til að kynna mér hvað það nákvæmlega þýddi að vera narsissisti og ég sé það í dag að ég hefði getað sparað mér tíma og tilfinningar, hefði ég upplýst sjálfan mig fyrr og skaðlega hegðun í fari sjálfsdýrkandi einstaklinga. Á þeim tíma var ég föst í sambandi þar sem margir vildu meina að ég væri í ástarsambandi með narsissista. 

Síðan þá hef ég hitt svipaðar týpur og komist að því að ég hef oft blekkst af sjálfsdýrkandi karakterum. Mér var bent á að besta leiðin til að forðast fólk með Sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun (e. narcissistic personality disorder) NPD væri að kynna mér einkenni þess og fræða sjálfan sig. Mig langar mjög að deila því með ykkur, í von um að mögulega komist þú hjá því að bindast tilfinningaböndum með slíkum einstakling. 

Það getur verið í einhverjum tilfellum að fólk haldi að narsissimi sé einungis tengdur persónuleikaröskuninni sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun, en narsissismi getur einnig verið persónueiginleiki. Líkt og með aðra persónueiginleika er þetta ákveðið róf.

Ætli það sé ekki eðlilegt eða jafnvel heilbrigt að vera örlítið sjálfhverf/ur. Er samfélagið og samfélagsmiðlar ekki alltaf að segja okkur að setja sjálf okkur í fyrsta sæti, setja öðrum mörk og reynum við ekki öll að lifa lífinu eins og við teljum það vera best fyrir okkur og okkar fólk. Vilja ekki allir sýna bestu mynd af sér og upplifum við okkur ekki stundum vera fórnalömb. Eru það einkenni narsissisma? Erum við mögulega öll með einkenni narsissma?

Förum aftur í tímann samann!

Narsissus var veiðimaður úr goðafræðinni sem var þekktur fyrir fegurð sína hjá báðum kynjum. Þegar að hann uppgötvaði fegurð sína í spegilmynd frá vatnsbóli varð hann ástfangin af sjálfum sér og endaði síðan með að drukkna. Hugtakið „narsissist“ fékk nafnið sitt frá þessum fallega veiðimanni Narsissus. Í þessum pistli verður rætt um narsisissta í karlkyni líkt og Narsissus, en tek það fram að það á jafnt um konur eins og karla að vera narsisisstar.

Bæði konur og karlar geta verið með sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun, einnig er talið að við séum öll með eiginleika narsissisma á einhverju stigi. En þegar að þessir eiginleikar eru komnir í öfgar, jafnvel orðnir sjúklegir og skaðlegir umhverfinu er mjög líklegt að viðkomandi þjáist af slíkri röskun.

Talið er að 1-5% mannkyns fái greiningu við röskuninni, og því ekki eins algengt og við teljum að fólk sé greint með sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun. Meiri hluti þeirra sem greinast eru karlmenn, en möguleiki er að konur með sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun, séu rangt greindar með jaðarpersónuleikaröskun í eitthverjum tilfellum. Mikill möguleiki er að talan sé hærri þar sem narsisisstar viðurkenna sjaldan að eitthvað sé að hjá þeim.

Hegðun narsisistans er oft mjög dramatísk, með miklum tilfinningum, einnig ójafnvægi og óútreiknanleika, svo þeir eru oft dulir, og erfitt getur verið í byrjun að átta sig á þeim. Þar sem þeir eru alltaf í fyrsta sæti og myndu þeir aldrei setja höggstað á sjálfan sig nema það kæmi þeim að gagni.

Narsissistar eru mjög oft aðlaðandi í fyrstu, þeir bera þig á höndum sér, umvefja þig og bera þig gjarnan saman við annað fólk í lífi sínu sem þeir telja að hafa ekki reynst þeim vel. „Ég hef aldrei upplifað svona ást!“, „Aðeins ÞÚ skilur mig og tengist mér”. Þeir vilja helst giftast þér og sýna fjölskyldunni þig strax í von um að fjölskyldan heillist af fengnum. Eignast jafnvel börn til að sýna dýrðina en missa svo oft áhugann þegar að barnið nær 4 ára aldur þar til barnið er að verða fullorðið og þeir geta nýtt sér það aftur á eitthvern hátt.

„Þú ert besti makinn hingað til“

Hver vill svo sem ekki upplifa slíkt lof sem manneskja? Þegar að þeir upplifa síðan að þeir hafa náð þér á sitt band breytist oft hegðun þeirra.

Einkenni einstaklings með sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun (e. narcissistic personality disorder) eða NPD

Skortur á Samkennd

Narsisistar upplifa mjög takmarkaða samkennd. Þeir beina öllu að sjálfum sér. Hann getur verið stuðningur ef hann ávinnur sér aðdáun eða virðingu með samkenndinni. Stuðningurinn snýst því ekki um þann sem er í erfiðleikum heldur um tilfinninguna sem skapast innra með sjálfsdýrkandanum þegar að hann fær hrósið eða lofið fyrir að sýna slíka samkennd. Hann missir oft áhuga ef hann fær ekki fljótt aðdáunina eða virðinguna. Þeir neita að horfast í augu við hvernig þeir særa aðra með hegðun sinni og spila sig oft sem fórnalömb. Þeir höndla illa gagnrýni og eru oft afbrýðissamir eða hafa hugmynd um að aðrir öfundi þá. Vegna skorts á samkennd á hann auðvelt með að halda framhjá makanum sínum. Kennir öðrum svo oft um ófarir sínar sem hann sjálfur kom sér í, eða virðist taka ábyrgð á því ef það hentar.

Fantasíur, völd, velgengni, hrós, aðdáun, hæfileikar og fegurð

Hjá narsisisstum heyrirðu oft orðið „bestur”. Þeir vilja gjarnan að aðrir viti að þeir séu bestir t.d bestir í sínu fagi eða sem börn. Þeir ætlast til að fólk dáist af þeim, þrátt fyrir að hafa jafnvel ekki áunnið sér það. Þeir eru almennt mjög uppteknir af völdum. Þeir upplifa sig betri og æðri öðrum og vilja að þannig sé komið fram við þá. Narsisisstar leitast eftir því að finna sér maka sem þeir geta sýnt öðrum og kemur vel fyrir, til að aðrir sjá hversu flottir þeir eru. Samfélagsmiðlar eru sterkt tól fyrir þann sem þjáist af sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun, þar er góður vettvangur til að sýna hversu frábært líf þeirra er og það sem þeir eiga. Þeir upplifa sig öðruvísi og sérstaka. Narsisisstar búa sér til raunveruleika fyrir öðrum sem þeir afhjúpa engum. Þeir hafa lítið þol fyrir áreiti, einnig geta þeir átt það til að snöggreiðast eða móðgast.

Sambönd, fjölskylda og börn

Narsisisstar hafa oft lágt sjálfsmat í grunninn og þurfa stöðugt að leitast eftir samþykki frá umhverfi sínu. Þeim líður almennt mjög illa. Þeir eiga í átökum í flestum nánum samböndum en geta haldið sumum vináttum. Þeir refsa jafnvel ef þeir upplifa að þeim sé ekki sinnt, með tilfinningasvelti eða öðru sem þeim er þóknanlegt. Þeir eru tilætlunarsamir. Þeir sem eiga í sambandi eða miklum samskiptum við narsisissta eru í hættu á að enda með Stokkhólmsheilkenni.

Narsisisstar höndla illa ábyrgð eða takmarkanir eins og t.d ábyrgðina að vera foreldri eða maki. Hann er aðeins upptekinn að því sem þjónar honum og losar sig því við hluti og fólk eftir sínum þörfum og hafa börn þessa einstaklinga oft þurft að glíma við mikil tengsla-rof og upplifa að þau séu aldrei nóg. 

Ef börnin eða makinn eru ekki að gera allt „rétt” upplifir narsisisstinn skömm eins og það endurspegli hann sjálfan. Hann á erfitt með að vera til staðar á stórum stundum eða þegar að maki eða börn þurfa á honum að halda, gerir síðan lítið úr því eða yfirfærir athyglina á sig, telur að honum sé illa sinnt eða að viðkomandi sé sjálfhverfur. 

Narsisisstar geta ekki tengst tilfinningaböndum sem eru djúpar eða skuldbundið sig tilfinningalega. Sjálfsdýrkandi getur hinsvegar átt tengingu við vini sem þeim stendur ekki ógn af og er sú tenging heldur grunn og jafnvel tengist hann helst fólki sem er honum gagnlegt og dýrkar hann, myndu m.a aldrei tala neikvætt um hann. 

Ef narsisissti hættir í sambandi finnur hann ekki söknuð nema það komi honum að gagni. 

Gaslýsing

Narsisisstar og siðblindir nota oft gaslýsingu sem felur í sér, í stuttu máli að sá sem verður fyrir henni í samskiptum við slíkan einstakling fer að efast um sjálfan sig. 

Fórnalambið

Narsisisstar eru snillingar í að leika fórnalömb, þeir segja það sem segja þarf til að umhverfið þeirra trúi þeim. Þeir geta þó oft ekki komið með staðreyndir. Því er gott að fá báðar hliðar til að átta sig betur á aðstæðum. 

Það er ólíklegt að manneskja fæðist með Sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun, það sem rannsóknir hafa sýnt með árunum er að börn sem hafa upplifað áföll í æsku, dómhörku, tilfinningalegan skort og samskiptaskort eru í áhættu, þó að ekki sé hægt að útiloka erfðir. 

Einnig getur óheilbrigð upphafning haft áhrif, þá er ekki verið að tala um „vá hvað þú stendur þig vel”, „þú getur þetta” heldur t.d „þú ert betri en allir aðrir”.

Einnig ef manneskja á foreldri sem glímir við alkahólisma eða sem er tilfinningakalt. Barn sem fær litla snertingu, knús, kúr, heilbrigða viðurkenningu og tilfinningaleg samtöl getur þróað með sér narsisissma því að hann lærir ekki í uppeldi sínu að mæta þörfum annarra og tekur það í eigin hendur að vernda sjálfan sig. Ofurnæmni fyrir áferð, hljóði og ljósi í æsku. Einnig skapgerð og persónuleiki gætu bent til áhættuhóps á þessu rófi.

Það er ekki til nein lækning við sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun (e. narcissistic personality disorder) En langtímameðferð í formi samtala er talin skila bestum árangri. Þar getur narsisissti lært að greina rétt frá röngu, þrátt fyrir að upplifa það ekki. Einnig geta kvíða og þunglyndislyf hjálpað til.

Að þekkja einkenni Narsisissma er eins og að fara i bólusettningu við honum, það er ekki þannig að maður getur greint fólk eftir eigin upplifun, en maður getur þekkt einkenni sem þessi og forðað sér þá úr aðstæðum.

Vonandi voru þetta upplýsingar sem einhver getur nýtt sér til að skilja betur hvað það þýðir að vera með Sjálfsdýrkandi persónuleikaröskun 

Ykkar Karitas Ósk Ahmed

SHARE