Sjóðið frosin ber áður en þið borðið þau – Tilkynning heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur

Það er afar vinsælt í dag að kaupa frosin ber. Hingað til hefur það talist afar góður kostur og margir nota þau út í boozt, eftirrétti, kökur, út á morgunmatinn eða bara til að narta í. Það hefur þó komið í ljós að á undanförnum mánuðum hafa 30 manns í Danmörku greinst með Lifrarbólgu A og grunur leikur á að fólkið hafi smitast við neyslu á ósoðnum frosnum berjum. Enn hefur ekki verið hægt að benda á ákveðna tegund en rannsókn er í gangi.


Tilkynning til íslendinga

Matvælastofnun, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og sóttvarnalæknir hvetja almenning til að sjóða allar tegundir frosinna berja sem fást í búðum áður en þeirra er neytt. Ástæðan er sú að sambærilegar vörur eru á markaði hér og í Danmörku og því er okkur, neytendum ráðlagt að sjóða berin í minnst eina mínútu áður en þau eru borðuð.

Þetta er kannski örlítið meiri vinna fyrir okkur sem viljum hafa allt fljótlegt og þægilegt en klárlega þess virði að gefa sér nokkrar mínútur í að sjóða berin áður en við neytum þeirra út í gómsæta drykkinn okkar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here