Sjónvarpsstöð tileinkuð Justin Timberlake í loftið

Útsendingar eru hafnar á nýrri sjónvarpsstöð tileinkaðri tónlistarmanninum Justin Timberlake. Útsendingar munu standa til mánudags, eða fram yfir tónleikana sem Justin mun halda í Kórnum í Kópavogi sunnudagskvöldið 24. ágúst.

Stöðin hefur fengið heitið JTv og er hún aðgengileg í Sjónvarpi Vodafone, á stöðvum 195 á örbylgjuútsendingum Vodafone og stöðvum 994 og 995 (HD) í Vodafone Sjónvarpi um ljósleiðara, ljósnet eða ADSL.

Margvíslegt efni sem tengist stórstjörnunni verður sent út á JTv, auk þess sem áhorfendur munu geta notið beinnar útsendingar frá tónleikunum í Kórnum og fengið stemninguna beint í æð.  Þar verða gestir teknir tali og andrúmsloftinu á tónleikasvæðinu varpað beint heim í stofu.

Á JTv verður send út tónlist Justin Timberlake og viðtöl sem tengjast kappanum. Þá munu birtast þar Instagram myndir og tíst sem merkt eru #JTKorinn og þannig geta áhangendur kappans haft áhrif á hvað birtist á skjánum. Þetta fyrirkomulag er svipað því sem margir þekkja frá Evróvision-söngkeppninni þar sem fólk hefur tjáð sig í umfjöllun undir merkinu #12stig.

Bein útsending meðan á tónleikunum stendur og framhald á mánudeginum

Yahoo-vefsíðan mun sýna beint frá  tónleikunum sjálfum á sunnudag, svo hægt verður að fylgjast með þeim í beinni á netinu. Um leið munu svipmyndir innan úr Kórnum birtast á JTv  auk tísta merktum#JTKorinn. Út mánudag munu síðan  Instagram myndir og tíst halda áfram að birtast á sjónvarpsstöðinni og gera tónleikagestum þannig kleift að endurupplifa stemmninguna og deila upplifun sinni af viðburðinum.

Nöfn þeirra sem deila myndum sínum með fyrrnefndu myllumerki næstu daga, eiga þess kost á að vinna miða á viðburðinn en einn heppinn myndasmiður verður dreginn út daglega og fær hver tvo tónleikamiða. Daginn eftir tónleikana mun síðan einn heppinn þátttakandi til verða dreginn út  og fær sá flugmiða fyrir tvo með WOW Air.

SHARE