Skammdegið verður skemmtilegt með fallegri lýsingu

Nú er skammdegið byrjað og það er víst áreiðanlegt að það eru margir sem kvíða þessum tíma og væru til í flytja í annað land á meðan mesta myrkrið er.

Það hinsvegar er hægt að reyna að gera það besta úr þessu og eitt af því er að hafa þetta tíma kertanna og rómantíkurinnar. Gerðu það að vana að kveikja á einu fallegu kerti þegar þú ert komin heim á daginn, ekki skemmir fyrir að hafa einhvern góðan ilm af því. Auðvitað er mjög mikilvægt að hafa það á öruggum stað og passa upp á að slökkva á þeim áður en lagst er til hvílu að kvöldi.

Annað sem skiptir miklu máli er lýsingin á heimilinu. Falleg lýsing getur gert kraftaverk fyrir hvaða íbúð eða hús sem er. Kubbaljósin sem hafa verið svo vinsæl seinustu misseri. Þau eru látlaus og glæsileg á sama tíma.

re_025

Gæðastál ehf er fjölskyldufyrirtæki sem rekur eigið verkstæði á Smiðjuvegi í Kópavogi og í Grafarvogi. Fyrirtækið er vel tækjum búið og leggur mikinn metnað í alla sína framleiðslu sem felst í smíði úr allskyns málmum. Lögð er áhersla á gæðavörur á frábæru verði og hægt er að skoða vöruúrvalið á heimasíðunni þeirra og einnig eru þau á Facebook. Þessi ljós eru flott jólagjöf og á mjög góðu verði.

re_007

Við á Hún.is ætlum, ásamt Kubbaljósum, að gefa heppnum vini 4 ljós. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa hér undir er hvaða lit af ljósum þú vilt og auðvitað vera vinur Hún.is og Kubbaljósa á Facebook. Drögum út einn heppinn 1. des.

SHARE