Skandall í X Factor – einn af keppendum með langan feril og topplög að baki.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”o3U4kxuBfIo”]

Einn af þeim keppendum sem stendur upp úr í X faktor þetta árið er hin 54 ára Lillie Mccloud, sem heillaði dómara og áhorfendur upp úr skónum í áheyrnarprufunum þegar hún söng  lag CeCe Vinans, Alabaster box.

Í áheyrnarprufunni er Lillie kynnt til leiks sem ein af þeim sem setti drauma sína á hilluna fyrir fjölskylduna og uppeldi barna sinna. “Það er núna eða aldrei” segir Lillie.  “Hvar hefur þú falið þig?” segir Kelly Rowland einn dómara eftir flutning Lillie.

En með einfaldri leit á netinu voru aðdáendur fljótir að sjá að hér var farið leynt með farsælan feril Lillie, sem byrjaði fyrir nærri 30 árum og felur í sér m.a. plötusamning við Portrait/Epic, fjórar plötur, tónleika með stjörnum á borð við Mick Jagger og Michael Jackson og 10 lög sem náðu inn á bandaríska Billboard listann.

Fyrsta lag hennar sem varð vinsælt og komst inn á topp 10 listann er þetta hér frá 1986.

Vinsælasta lagið hennar er Running away sem komst í þriðja sæti árið 1994.

Lillie endaði ferilinn 2004 og flutti til Slóvakíu, þar sem að hún bjó með fyrrverandi kærasta sínum. Fljótlega var hún farin að halda tónleika víðsvegar um Evrópu og söng m.a. titillag raunveruþáttanna Slovakia got talent sem Simon Cowell framleiddi.

Skiptar skoðanir eru meðal aðdáenda X faktor ytra hvort að Nicole eða Lillie eins og hún kallar sig í dag eigi að fá að halda áfram keppni. Ósanngjarnt sé að reynslubolti eins og hún fái að keppa við hlið nýgræðinga.

Lillie sjálf segir að núna sé hún að syngja þá tónlist sem hún vilji, hún vilji frekar syngja gospeltónlist, en áður hafi hún verið sett í danstónlistina sem vissulega hafi verið gaman að syngja en ekki það sem hana langaði að gera. Á vissan hátt sé hún því nýgræðingur í bransanum. Það hafi einnig verið framleiðendur X faktor sem tóku þá ákvörðun að sleppa því að minnast á fyrri feril hennar, en ekki hún.

 

 

 

SHARE