Ég veit ekki með ykkur en ég hef alltaf ótrúlega gaman að svona allskonar húsráðum og svona einföldum lausnum. Hérna eru nokkrar sem mér finnast skemmtilegar og henta konum einstaklega vel.

1. Ef þú kemur tveimur fingrum undir brjóstahaldarann er hann mátulega þröngur á þér og má alls ekki vera þrengri

enhanced-buzz-6926-1372972046-8

2. Notaðu herðatré fyrir klúta og sokkabuxur til að auðvelda aðgengi að þeim og spara pláss
enhanced-buzz-10662-1372959316-11

3. Ef maskaraburstinn þinn er orðin klístraður og klíndur, skolaðu hann þá örlítið með soðnu vatni

enhanced-buzz-10768-1373304693-9

4. Búðu til þína eigin korktöflu úr víntöppum, skemmtileg og öðruvísi lausn

enhanced-buzz-20849-1373118673-5

5. Notaðu buxnaherðatré fyrir há stígvél til að halda þeim sléttum og til að spara pláss

enhanced-buzz-21799-1373119636-9

6. Notaðu sléttujárn til að slétta úr krumpum á smáum hlutum og ermum

enhanced-buzz-26113-1373119133-13

7. Notaðu ísmola til að ná tyggjói úr hári. Tyggjóið verður strax mjög hart og hægt að brjóta það úr hárinu
enhanced-buzz-30389-1373305069-4

Skyldar greinar:

ENN FLEIRI HÚSRÁÐ FYRIR ÞIG

OG ENN FLEIRI NYTSAMLEG HÚSRÁÐ

SHARE