Það hefur aldrei verið eins auðvelt að baða börnin! Bara opna, kreista smá í lófann, þvo höfuð, herðar, hné og tær.

Lífrænu og náttúrulegu vörurnar Earth Friendly Baby frá Lansinoh eru skemmtilegar í baðið og eru sérhannaðar með þau yngstu í huga. Vörulínan samanstendur af 2-in-1 sjampó/sápu, freyðibaði, nuddolíu, líkamskremi og blautþurrkum.  Þú getur valið úr þrenn skonar ilmum róandi lavender, mýkjandi kamillu og hressandi mandarínu.

Happy Mandarin freyðibaðið frá Earth Friendly Baby inniheldur t.d. Aloe Vera, Lavender (róandi), Hibiscus (sem hægir á öldrun húðarinnar), Poppy Extract og Mandarínuolíu sem er náttúrulega sótthreinsandi. Þú þarft mjög lítið af freyðibaðinu og setur nokkra dropa undir rennandi vatnið og það freyðir mjög mikið. Freyðiböðin frá EFB þurrka ekki húð barnanna og húðin verður silkimjúk og ljómandi.

1911738_716040435093805_686567213_n

Til að dekra enn frekar við litla ungan sem á kannski erfitt með svefn er gott að róa með ungbarnanuddi. Settu örlítið af Shea Butter olíunni frá Earth Friendly Baby í lófann og nuddaðu henni á milli hreinna handanna (þangað til að hún hitnar). Byrjaðu á því að nudda fætur og tær barnsins. Færðu þig svo ofar og endaðu á því að nudda létt á milli augnanna. Olían er stútfullt af góðum fitusýrum og inniheldur Shea Butter sem er náttúruleg sólarvörn, sólblómaolíu sem er stútfullt af E-vítamínum og skilur húðina eftir sig silkimjúka og raka og sesamolíu sem hjálpar húðinni að halda í þennan fallega ungbarna ljóma og hægir á öldrun húðarinnar. Rannsóknir sem gerðar hafa verið á ungbarnanuddi sýna að börn sem eru nudduð reglulega þyngjast og þroskast mun fyrr en þau sem ekki eru nudduð. Ungbarnanudd bætir svefn, eykur öryggistilfinningu, dregur úr magakrömpum, eykur blóðflæði og styrkir ofnæmiskerfið.

Vörurnar eru framleiddar og hannaðar með þau yngstu í huga og eru 90% náttúrulegar og 70% lífrænar. Framleiddar án Parabena, ilmefna, litarefna eða SLS. Þær skilja ekki húðina eftir þurra heldur raka og silkimjúka. Vörurnar eru samþykktar af Bandarísku Vegan samtökunum og eru ekki prófaðar á dýrum. Vörurnar unnu nýverið til gullverðlauna á Mother&Baby verðlaunaafhendingunni fyrir bestu baðlínu fyrir ungabörn.

942983_672727672758415_987735571_n

Earth Friendly Baby vörulínan frá Lansinoh fæst í Móðurást, Ólavíu & Oliver, Lyfju og sjálfstætt starfandi apótekum.

 

SHARE