Þetta fallega 72 fermetra parhús er á tveimur hæðum á frábærum stað í Reykjavík.

falkagata

Sérinngangur er að húsinu en komið er inn í anddyri með góðu fatahengi með flísum á gólfinu.

falkagata19

Stofan er svo á hægri hönd og eldhúsið á vinstri hönd og er lifandi parket á gólfum.

falkagata7

Það er mjög gott vinnupláss í eldhúsinu, frábærir skápar og stílhreinar innréttingar.

falkagata14

Fyrir miðju húsinu er stigi upp á efri hæðina en uppi er hjónaherbergi, sjónvarpshol, fataherbergi og baðherbergi.

falkagata9
Fataherbergið er bjart og þar væri tilvalið að bæta við barnaherbergi. Svefnherbergið er með mjög góðu skápaplássi.

falkagata4
Kjallari er í húsinu en hann er notaður sem geymsla, skrifstofa og þvottahús en ekki er full lofthæð þar niðri. 

falkagata16

Þessi eign er mjög áhugaverð og býður upp á marga möguleika.

Smelltu á fyrstu myndina hér fyrir neðan til að skoða myndasafnið:

Allar upplýsingar um eignina veitir Héðinn B Ásbjörnsson lögg. fasteignasali 8484806 eða á hedinn@fastborg.is  ​

SHARE