Skítugasti maður heims – Lést nokkrum dögum eftir bað

Munið þið eftir því þegar við sögðum ykkur frá Amou Hadji, í Íran, sem hafði ekki baðað sig í 60 ár. Ef þið munið ekki eftir honum þá eru myndir og upplýsingar hér.

Amou lést þann 23. október 2022 en hann fór í sitt fyrsta bað í 65 ár, rétt fyrir andlátið. Mikið hafði verið þrýst á hann af þorpsbúum að þrífa sig og gerði hann það svo að lokum. Hann var 94 ára þegar hann lést.

Amou var vissulega með titillinn „World’s Dirtiest Man“ eða skítugasti maður heims, en við kyndlinum tekur nú maður í Indlandi sem hefur ekki baðað sig 35 ár.

Blessuð sé minning Amou.

SHARE