Skrifaði bók um sorg eftir að maður hennar dó – Nú verið handtekin fyrir morðið á honum

Kouri Richins (33) kom fram í sjónvarpi nýlega og kynnti bókina sína um sorg eftir að hún missti eiginmann sinn í mars í fyrra. Hún og maður hennar, Eric Richins (39) áttu 3 börn og höfðu verið gift í 9 ár. Hún sagðist, í viðtalinu, hafa skrifað bókina fyrir syni sína til að hjálpa þeim að takast á við missinn.

Andlát Erics átti sér stað 4. mars á seinasta ári og hringdi Kouri í neyðarlínuna og sagðist hafa fundið manninn sinn við enda rúmsins, meðvitundarlausan og kaldan. Hún sagði lögreglu að hún hafi gefið honum kokteil fyrr um kvöldið og hún hafi svo sofnað í rúmi barnsins síns. Þegar Eric var krufinn kom í ljós að hann var með fimmfaldan, banvænan skammt af fentanyli í blóðinu.

Eric hafði sagt vini sínum frá því, nokkrum vikum áður að hann grunaði að Kouri væri að reyna að drepa hann, eftir að hann varð alvarlega veikur eftir stefnumót með henni á Valentínusardaginn. Þá hafði hann verið í andnauð og svitabaði og hafi endað á því að nota ofnæmispenna sonar síns og taka Benadryl áður en hann missti meðvitund í nokkra tíma.

Það hefur líka verið sýnt fram á það að Kouri hafði tvisvar sinnum keypt lyf fyrir 900 dollara og í annað skiptið hafi hún beðið fíkniefnasalann um „það sem Michael Jackson tók“. Hún hafði líka gert tilraun til að breyta líftryggingu Eric í janúar 2022 þannig að hún myndi ein erfa allt sem hann átti. Þegar Eric fékk tilkynningu um að hún hafi óskað eftir þessu, tók hana alveg út úr líftryggingunni og tók hana líka útúr erfðaskránni og hugðist sækja um skilnað.

Kouri hefur nú verið handtekin fyrir að myrða eiginmann sinn og bíður réttarhalda.

SHARE