Skyrboozt – Uppskrift

Þegar kemur að því að búa til gott skyrboozt eru möguleikarnir trilljónþúsund. Þú þarft ekki endilega uppskrift af netinu og getur í raun prófað þig áfram og séð hvað þér finnst gott. Það getur þó alltaf verið gott að fá hugmyndir. Ég vil hafa booztið mitt þykkt og helst það þykkt að ég þurfi að borða það með skeið. Þeir sem vilja ekki svo þykka áferð geta að sjálfsögðu bætt við vökva eða einfaldlega mixað lengur.

Ég set alltaf afgangs hálfa banana í frysti og á því oft ágætt safn af frosnum bönunum. Það er himneskt að nota þá í boozt eða hollan ís.

Ég er að segja ykkur það. Þetta toppar hvaða bragðaref sem er!

1 1/2 frosinn banani
200 gr. hreint skyr eða vanilluskyr
1/2 msk hnetusmjör eða möndlusmjör

Aðferð
1. Setjið frosna banana í matvinnsluvél og mixið þar til hann fær ,,ís-áferð”

2. Bætið skyrinu við og blandið saman.

3. Setjið hnetu-/möndlusmjörið út í og mixið þar til þið eruð komin með þá áferð sem þið kjósið

4. Mér finnst það svo setja punktinn yfir i-ið að skera niður 2-3 döðlur og strá kókosmjöli yfir

SHARE