Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. Þetta lítur stórkostlega út.
- 500 gr hrært skyr
- 5 msk kókosrjómi
- 2 msk hunang + 2msk hunang ofan á
- börkur af 1/2 sítrónu, rifinn fínt
- 1/2 tsk kardimommur, malaðar
- ¼ tsk múskat, malað
- ¼ tsk saffron (má sleppa)
- 250 gr jarðarber
Hrærðu skyr, kókosrjóma, hunang, kardimommur, múskat og saffron saman. Settu í falleg glös og inn í kæli.
Þegar kemur að því að bera fram eftirréttinn þá seturðu skorin jarðarber ofan á og örlítið hunang. Mér finnst líka gott að rífa meiri börk af appelsínu og sítrónu yfir til að fá meiri lit, bragð og ferskleika.
Þú getur bætt í þennan eftirrétt hnetum og súkkulaðibitum, muldu marens eða makkarónum, hverju því sem þér finnst vera gott.