Slúðurkóngurinn Perez Hilton er mörgum kunnugur en hann heldur úti einni vinsælustu heimasíðu í heiminum. Heimasíðan fjallar aðallega um fræga fólkið og afkvæmi þeirra og Perez er þekktur fyrir að fara óvarlega í það að senda frægu Hollywoodstjörnunum tóninn ef þau gera eitthvað sem er honum ekki að skapi. Perez, er eins og flestir sem kannast við hann vita, samkynhneigður og eftir því sem við best vitum, makalaus. Það kom okkur því skemmtilega á óvart nú í gærkvöldi þegar Perez tilkynnti aðdáendum sínum það að hann hefði eignast son fyrr í mánuðinum. Perez hefur náð að halda því alveg leyndu að hann eigi von á barni, og það hefur líklega verið erfitt í Hollywood, þar sem slúður er út um allt.

Perez segir á síðu sinni: „Kæru vinir, ég vil að þið heyrið þetta fyrst frá mér, hér. Ég er tilbúinn að tilkynna ykkur um fæðingu fyrsta barns míns fyrr í mánuðinum, fallegur heilbrigður sonur – með fullt af hári á litla höfðinu sínu. Fjölskylda mín er í skýjunum“

Það verður gaman að fylgjast með Perez og syni hans. Hér er mynd af feðgunum sem hann birti á heimasíðu sinni í gærkvöldi.

SHARE