Smákökur með hnetusmjörsfyllingu

Þessi kemur frá Delish og er geggjuð fyrir þá sem elska hnetusmjör!

Fyllingin:

1 bolli hnetusmjör
1/2 bolli flórsykur

Smákökur

1/2 bolli hnetusmjör
1/2 bolli smjör
1/2 bolli púðursykur
1/4 bolli sykur, geymið smá sykur
1 stórt egg
1 tsk hrein vanilla
1 1/2 bolli hveiti
1/2 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
 

Hitið ofninn í 375° og takið til tvær bökunarplötur og setjið á þær smjörpappír.

Gerðu fyllingu: Blandaðu saman hnetusmjöri og flórsykri og þeyttu vel saman. Gerðu litlar kúlur og settu í frysti á meðan þú gerir deigið.

Búðu til smákökur: Settu hnetusmjör, smjör, púðursykur og sykur í hrærivél og þeyttu þangað til blandan er létt. Bætið við eggi og vanillu og blandið saman þar til allt blandast vel saman. Bætið síðan hveiti, matarsóda og salti saman við og blandið vel saman.
Settu eina matskeið af deiginu á bökunarpappírinn og flettu út. Settu frosna hnetusmjörskúlu ofan á og klíptu deigið utan um kúluna og rúllaðu í kúlu. Veltu upp úr sykri og bakið í 12-15 mín.

SHARE