Smart tveggja herbergja íbúð í Arizona – Sjáðu myndirnar

Það er ekki þar með sagt að búa þurfi í höll til að búa í fallegri hönnun. Hérna er tveggja herbergja lítil íbúð í Arizona í Bandaríkjunum. Merlin Bergeron Design sá um hönnunina sem er í takt við þann stíl sem er vinsæll um þessar mundir.

Gráir tónar og hvít og dröppuð húsgögn og fylgihlutir. Viðurinn á eyjunni færir yl í opið rýmið og takið eftir því hvað stóri spegillinn kemur sterkur inn og stækkar rýmið. Þá er skemmtileg lausn að setja létt efni til að aðskilja opna rýmið frá andyri.

arni nytt

SHARE