Snoop, Pharrell og Stevie Wonder með stórundarlega kannabisballöðu

Snoop Dogg, Stevie Wonder og Pharrell Williams hafa – öllum að óvörum – tekið höndum saman. Drengirnir gáfu út smellinn California Roll fyrir fáeinum dögum, en hið ólíklega en mjög svo geðþekka tríó dásamar þar lögleiðingu mariuana jurtarinnar í lækningaskyni í Kaliforníufylki og er raddblærinn ljúfur eins og vænta má reyndar af efnistökunum sjálfum.

Sjá einnig: Geðveiki af völdum kannabisneyslu

Eitt verður því ekki tekið af bandarísku þjóðinni, sem er fremst meðal jafningja þegar að markaðssetningu kemur – að tilfinningahitann ætlar alveg um þverbak að keyra þegar að lagabreytingum á þingi kemur. Þannig syngja vitleysingarnir (ef svo má kalla tónlistarmennina þrjá) í smellinum:

Get yourself a medical card, yeah, ’cause that’s how California rolls

Textann má svo lesa í heild sinni hér en hinn nýji baráttusöngur grasreykingarfólks mun þriðja smáskífa af nýrri plötu Snoop Dog sem kemur formlega út þann 12 maí – eða á morgun, þriðjudag. Hægt er að nálgast breiðskífuna sem ber nafnið BUSH af iTunes – en hér má heyra California Roll – sem er eins kyns óður til lögleiðingar kannabis í lækningarskyni í Kaliforníufylki:

Sjá einnig: 9 ára stúlka kærir foreldra sína fyrir hassreykingar

SHARE