Snyrtivörur án rotvarnar og ilmefna vinsælar – Coolcos nú fáanlegt á Íslandi

Vitundarvakning hefur átt sér stað á síðustu árum og færst hefur í aukana að fólk forðist að nota rotvarnarefni í snyrtivörum vegna óæskilegra áhrifa þeirra á líkamsstarfsemina. Fyrir utan húðertingu hafa rannsóknir sýnt fram á tengsl rotvarnarefna og krabbameins, röskunar á hormónastarfsemi, stökkbreytinga í frumum, fæðingargalla svo nokkuð sé nefnt.

Nýverið opnaði Coolcos snyrtivöruverslun í Smáralind sem hefur á boðstólnum snyrtivörur sem alfarið eru lausar við þessi skaðlegu aukaefni.  Að sögn Helgu Karólínu förðunarfræðings og annars eiganda verslunarinnar innihalda vörur fyrirtækisins hvorki rotvarnar né ilmefni og allar eru þær ofnæmisprófaðar.

Coolcos er nýlegt danskt merki, en fyrsta verslun Coolcos var opnuð í Danmörku árið 2012. Velgengni fyrirtækisins hefur gengið vonum framar og í dag eru hinar dönsku snyrtivörur nú fáanlegar víðsvegar um heiminn, enda eru þær á verði sem flestir ættu að ráða við.

Vöruúrval Coolcos er breitt og litadýrðin mikil, eins og appelsínugulur maskari í versluninni ber vott um. “Í haust verður einblínt á náttúrulega fegurð, en með ýktum hætti þó eins og með því að nota mikið af maskara og fallegan eyeliner með” heldur hún áfram aðspurð hvaða tískustraumar eru áberandi í förðun þessa dagana. Að sögn Helgu Karólínu verða náttúrulegar augabrúnir og dökkar varir í 90´s stíl líka áberandi í vetur, s.s. fjólubláir og brúnir varalitir. Hvað augun varðar þá er rauðbrúnn augnskuggi blandaður appelsínugulum málið og fyrir þær sem þora setur appelsínugulur maskari á neðri augnhárin punktinn yfir i-ið.

10659409_903891059640594_5636130845277720385_n
“Við bjóðum líka upp á förðun og naglaísetningar í verslun okkar í Smáralind” segir Helga Karólína.
10606398_893609737335393_7378685066896656356_n
Sýnishorn af naglaísetningum hjá Coolcos.
984158_870526349643732_6045575563166894789_n
Rauðbrúnir augnskuggar út í appelsínugula verða áberandi í vetur.
1451425_904357386260628_2818275956949341717_n
Smokey augnförðun er alltaf klassísk.
10494799_866456203384080_5218748321612802173_n
Dökkar varir í 90´s stíl er málið í vetur.
10383088_874638225899211_4510676550652691958_n
Rannveig og Helga Karólína eigendur verslunarinnar Coolcos í Smáralind.

 

Að lokum hlýtur að vera mikilvægast af öllu hjá okkur konum að láta ekki glepjast , vera meðvitaðar og horfa gagnrýnum augum á hvað við innbyrðum í gegnum stærsta líffærið okkar, húðina.

Ljósmyndir: Coolcos

 

SHARE