Sólarexemið úr sögunni

Ég væri til í að það væri meira um sól á Íslandi. Ekki gluggaveðurs-sól og ískulda úti, heldur alvöru sól sem næði að hlýja manni og jafnvel gefa manni smá lit. Hinsvegar er það þannig að þetta land okkar er bara á þeim stað í heiminum að það verður sjaldan mjög heitt. Þannig er það bara. Við hinsvegar höfum þann möguleika, sem fyrstu Íslendingarnir höfðu ekki jafn greiðan aðgang að og það er að fara til annarra landa og sækja það sem okkur vantar, langar og þyrstir í.

Ég var bara komin með endanlega nóg af myrkrinu og kuldanum í febrúar. Einhverra hluta vegna er skammdegið farið að hafa sífellt meiri áhrif á mig og fer alltaf meira og meira í taugarnar á mér.

Við ákváðum því, að panta okkur ferð, með sáralitlum fyrirvara, til Flórida. Ég, kallinn og þrjú börn. Hundurinn fór í pössun og við ákváðum að skella okkur. Við sjáum ekki fram á að fá mikið sumarfrí þetta árið svo við ákváðum að núna væri tíminn.

Sjá einnig: „Ekki segja neinum að ég hafi grátið“

Ég hef farið nokkuð oft til sólarlanda og finnst það algjörlega dásamlegt. Það eina sem hefur verið að angra mig seinustu árin er að ég fæ sólarexem. Það lýsir sér þannig að ég fæ litlar bólur á hné, olnboga og bringu og klæjar og svíður í þetta. Þetta er hvimleitt og ég hélt að þetta væri bara einfaldlega eitthvað sem ég þyrfti að lifa með.

Ég fór samt sem áður á netið og leitaði að upplýsingum um þetta og komst að því að það var eitt og annað sem var hægt að gera til að koma í veg fyrir að þetta yrði vandamál í ferðinni.

Allar leitarniðurstöður bentu til þess að ég ætti að prófa góða sólarvörn og ég fór og keypti góðar varnir frá Proderm sem húðlæknar mæla óspart með. Ég keypti vörn númer 30, 20 og 10.

Proderm er fyrir alla húð, hvort sem það er fyrir andlit, varir eða líkama. Það er líka svo þægilegt að bera hana á og hún er ekkert klístruð eins og svo margar sólarvarnir. Vörnin er svakalega notadrjúg og dreifist mjög vel. Stelpunum fannst ofsalega gaman að fá sólarvörn og það var aldrei neitt vesen að fá þær til að koma og bera á sig.

fafdafdsavfafre

 

Ég get oft verið óþarflega passasöm með sólarvarnir á börnin en ég fann það á fyrstu dögunum að áhyggjur mínar voru alveg óþarfar. Það var ekkert að fara að komast í gegnum þessa vörn þó að stelpurnar svömluðu í sundlauginni eða sjónum allan daginn. Ég bar auðvitað bara á þær á þeim tíma sem talað var um á pakkningunni en það virtist algjörlega nægja.

Sjá einnig: Ég átti yndislega vinkonu

DSC02279

 

Ég fann ekkert fyrir sólarexemi, allan þennan tíma sem er alveg nýtt því ég hef verið að fá þetta í hverri einustu sólarlandaferð síðan ég var tvítug og hefur þetta gert mér lífið leitt. Ég notaði bara vörnina og svo After Sun frá þeim líka.

Húðin á mér var svo mjúk og góð og er ennþá mjög fín og brúnkan hefur haldist vel á eftir að ég kom heim líka. Við vorum öll svo ánægð með þessar varnir og ég mun pottþétt kaupa þessar varnir aftur í næstu sólarlandaferð (sem ég er auðvitað byrjuð að safna fyrir), þær eru svo endingargóðar og hverrar krónu virði.

DSC02308

 

Fylgstu með!

Kidda á Instagram

Hún.is á Instagram

Hún.is á Snapchat: hun_snappar

SHARE