Sonur Michael Bublé greinist með krabbamein

Eldri sonur söngvarans Michael Bublé (41), Noah (3) hefur greinst með krabbamein. Söngvarinn og eiginkona hans, Luisana Lopilato (29) tilkynntu tíðindin á Facebook síðu sinni.

Sjá einnig: Sjáið viðbrögðin: Drengurinn var laus við krabbameinið

Við erum miður okkar vegna þess að elsti sonur okkar, Noah greindist nýlega með krabbamein. Hann er nú að gangast undir meðferð í Bandaríkjunum.

Við Luisana munum nú láta af öllum okkar athöfnum til þess að sjá til þesss að Noah batni.

Við eigum langa ferð að höndum og við vonumst að með hjálp fjölskyldu, vina og aðdáenda þarna úti í heiminum og trúnni okkar á guð, að við getum unnið þessa baráttu.

Í fyrstu lék grunur á að Noah væri með hettusótt, en eftir að farið var með hann til læknis fékk hann greininguna um krabbameinið.

3A10785D00000578-3905576-image-a-113_1478268278960

3A10786C00000578-3905576-Devastating_The_singer_41_and_his_model_wife_Luisana_Lopilato_29-a-103_1478267958143

3A11067D00000578-3905576-image-a-18_1478274407904

 

SHARE