Sorgmæddur Harry kemur í kastalann

Harry bretaprins sást koma í Balmoral kastala í Skotlandi þar sem amma hans og drottninginn Eilzabeth II lést þann 8. september. Blaðamenn náðu myndum af Harry sem var í aftursæti bíls, þar sem hann var klæddur svörtum jakka, með bindi og í hvítri skyrtu.

Harry flaug til Skotlands til að vera með drottningunni sem lést, sem fyrr segir í gær, 96 ára að aldri. Það er ekki vitað hvort Harry náði til ömmu sinnar fyrir andlát hennar. William prins og faðir strákanna og nú konungur, Charles, komu til Skotlands til að vera með drottningunni auk þess sem Edward prins og hinn umdeildi Andrew prins voru á staðnum.

Konnungsfjölskyldan staðfesti í gær að andlát Elizabeth hafi verið mjög friðsælt.

Heimildir: HollywoodLife

SHARE