Spagettíréttur með rjómaosti

Við þekkjum öll hakk og spaghetti og það eru flestir með þennan frábæra mat á borðum á heimilinu reglulega. Það er samt alltaf gaman að breyta til og gera eitthvað nýtt í eldhúsinu.

Þessi uppskrift er frá Eldhússystrum og er skemmtileg tilbreyting frá þessum klassíska Hakk og spaghetti.

Spagettíréttur með rjómaosti

340 gr spaghettí
800 ml góð, tilbúin pastasósa
500 gr nautahakk
100 gr pepperóní eða önnur ítölsk pylsa, ef vill
1 tsk af ítölskum kryddum (ég átti ekki svoleiðis til og notaði blöndu af grænum kryddum sem ég átti: basiliku, rósmarín og oregon).
1 stórt hvítlauksrif (eða 2 lítil)
225 gr rjómaostur
50 gr ostur (eða eftir smekk, ég setti meira ), t.d. mozzarella eða parmesan (eða annar ef vill)

Hakkið er steikt á pönnu. Mér finnst mjög gott að steikja smá pepperóní með (sem er þá hakkað í matvinnsluvél eða skorið smátt) en það má alveg sleppa því. Pastasósunni hellt út á og látið malla í smástund.

Spagettíið soðið skv. leiðbeiningum. Látið renna af því og rjómaostinum, hvítlauknum og ítölsku kryddunum blandað saman við.

Smá kjötsósa sett í botninn á eldföstu móti, spaghettíinu hellt yfir og svo restinni af kjötsósunni. Að lokum er osturinn settur yfir.

Bakað við 180 gr. í ca. 30 mínútur eða þar til ostur er orðinn gullinbrúnn.

Endilega skellið einu like-i á Eldhússystur á Facebook.

SHARE