Speltbrauð á nokkrum mínútum

Þetta fljótlega brauð er frá Berglindi á Gotterí og gersemum. Hollt og bragðgott!

Speltbrauð á nokkrum mínútum

 • 300 ml mjólk
 • 4 msk sítrónusafi
 • 370 gr spelthveiti
 • 90 gr haframjöl (gróft)
 • 2 tsk matarsódi
 • 1 ½ tsk salt
 • 150 gr blönduð fræ

 1. Hitið ofninn 200°C
 2. Blandið sítrónusafa saman við mjólkina og leyfið að standa í um 5 mínútur.
 3. Blandið öllum þurrefnunum saman í hrærivélarskálina og notið krókinn.
 4. Hellið mjólkurblöndunni saman við og blandið vel og því næst fræjunum.
 5. Spreyið brauðform með PAM og hellið deiginu í formið, stráið fræjum yfir áður en bakað.
 6. Bakið í um 25 mínútur eða þar til kantarnir verða aðeins gylltir.

 

Gotterí og gersemar á Facebook

 

SHARE