Spiderman sækir son sinn á leikskólann Kirkjuból

Leon Pétursson ákvað að koma stráknum sínum skemmtilega á óvart og koma í leikskólann, klæddur sem Spiderman, til að sækja hann. Litli drengurinn er á leikskólanum Kirkjuból í Garðabænum.

Viðbrögðin létu ekki á sér standa og börnin horfa á Spiderman með aðdáun og undrun.

Leon segir, í samtali við Hún.is, að sonur hans hafi verið alveg í skýjunum með þetta uppátæki pabba síns og þegar komið var útí bíl hafi drengurinn brosað hringinn.

 

SHARE