Spil eða kertastjaki, þú ræður

 

Stundum vakna ég á laugardagsmorgni og mig dauðlangar til að skapa eitthvað. Ok, reyndar vakna ég flesta morgna þannig. Stundum veit ég ekki hvað ég mun enda á að gera, en þennan laugardagsmorgun þá vissi ég nákvæmlega hvað ég vildi gera. En til að fyrirbyggja allan misskilning, þetta er ekki upprunalega mín hugmynd, ég sá þetta á hinu yndislega Youtube.

Ég hafði gripið þetta spil í Hertex (veit ekki hvað það heitir á íslensku en ég gæti gískað á Fallandi turn, maður byggir turn og keppir svo í að fjarlægja bitana einn af öðrum og sá tapar sem fellir turninn), og þessi blóm, ég átti þessar glasamottur (þið munið 10 kr. fyrir 6 diskamottur, endalausir möguleikar), málingu og smá spotta. Og svo notaði ég auðvitað límbyssuna mína, trélím og pensil.

Ég byrjaði á því að ákv. hvað margir bitar ættu að fara í hverja “hæð” af kertastjakanum. 4 pössuðu best og þá var bara að byrja að líma þangað til að ég var ánægð með hæðina. Þetta var heill kassi sem dugði í 2 stjaka, mismunandi háa. Svona leit þetta út þegar ég var búin að líma alla bitana saman. Ég pússaði líka myndina af glasamottunum, miklu auðveldara að mála þær þannig (færri umferðir af málingu).

Svo var málað. Vegna þess að sumir bitnarir voru mjög dökkir þá þurfti ég að fara nokkuð margar umferðir, en hey, til þess eru laugardagskvöld. Áður en ég gekk frá trélíminu þá límdi ég diskamottu ofan og neðan á hvern stjaka.

Ég vissi að ég vildi skreyta stjakana, þannig að ég stakk límbyssunni minni í samband og notaði hana til að festa spottann/þráðinn/reipið utan um miðjuna og á jaðarinn á það sem var einu sinni glasamotta. Svo límdi ég blóm á miðjuna á stjökunum og ….jæja, þið sjáið árangurinn.

 

SHARE