Spínat salat með mozzarella og tómötum – Uppskrift frá Lólý.is

Þessi samsetning klikkar ekki. Ég er ekki mikið fyrir að flækja salatið sem ég hef með matnum. Mér finnst best að hafa það einfalt og gott – af hverju að flækja hlutina þegar þeir geta verið einfaldir.

 

 

spinat

1 poki spínat
1 bakki tómatar
1 poki ferskur mozzarella ostur
Balsamik síróp
Ólífuolía
salt og pipar
1 pakki núðlusúpa(nota hana stundum)

Svo er bara að smella þessu saman. Spínat í skál, skera tómatana í báta og rífa mozzarella kúlurnar yfir. Síðan tek ég núðlurnar úr pakkanum og brýt þær niður og rista á pönnu smá tíma, dreifi þeim svo yfir salatið. Að lokum dreifi ég ólífuolíu yfir og balsamik sírópinu og krydda með smá salti og pipar.

Það er tvennt í þessu – annars vegar að láta tómatana standa á borðinu í allavega sólarhring því þá verða þeir svo rauðir og sætir á bragðið og svo er það að auðvitað getið þið notað furuhnetur eða einhverjar aðra hnetur í salatið í staðinn fyrir núðlurnar. En ég nota stundum hnetur þegar ég ætla að gera extra vel við okkur en þess á milli er algjör snilld að nota núðlurnar því þær eru svo ódýrar og það er svo gott að fá smá svona í salatið sem er smá bit í með.

 

log lol

 

 

SHARE