Splúnkunýtt á Snapchat – vinnur þú frían iPhone 6?

Á dögunum var nýr auglýsingamiðill settur í gang sem að gerir einstaklingum kleift að nálgast tilboð og afslætti í gegnum Snapchat. Þessi nýji auglýsingamiðill heitir Súpersnapp og gengur undir notendanafninu „supersnapp.is“ á Snapchat.

Súpersnapp miðlar tilboðum og afsláttum á mat, afþreyingu, fötum og fylgihlutum, svo dæmi séu tekin, frá hinum ýmsu fyrirtækjum.  Auglýsingarnar birtast í sögu (story) og er notandanum þannig gert kleift að horfa á þær eins oft og hann sjálfur kýs, í 24 klukkustundir.

Kosturinn við þessa tegund auglýsingamiðils fram yfir aðra er það litla áreiti sem hlýst af honum. Með því að vera vinur supersnapp.is getur þú nálgast  auglýsingarnar þegar þér hentar.

Það sem er sérstaklega spennandi við miðilinn er Súpersnapp Kapphlaupið. Þar gefst fólki tækifæri á að vinna sér inn fríkeypis vöru og/eða þjónustu, líkt og bíómiða, út að borða og síðast en ekki síst iPhone 6!

Því er um að gera að gerast vinur supersnapp.is á Snapchat og hafa ekki aðeins aðgang að flottum tilboðum og afsláttum, heldur eiga jafnframt möguleika á glæsilegum vinningum!

 

Tengdar greinar:

Lærðu nokkur „trix“ á Snapchat! – Myndband

Fjöldi Íslendinga fær klám á hverjum degi á Snapchat – Myndir

ATH FORELDRAR!  er barnið þitt á snapchat?

SHARE