Stærsta korktafla á Íslandi?

Við fengum nýja skrifstofu á dögunum og langaði að gera hana flotta. Við veltum fyrir okkur hvað okkur langaði að gera og ein hugmyndin sem kom upp var að gera einn veginn í rýminu að risastórri korktöflu.20150518_112930

Þá kom upp stóra spurningin. Hvar fær maður efni í svoleiðis?

Sjá einnig: Gerðu alvöru mjólkurfroðu í örbylgjunni – Ótrúlega einfalt!

Við fórum auðvitað á Google og leituðum að orðinu „korkur“ og það fyrsta sem kom upp var auðvitað heimasíða Þ. Þorgrímssonar. Við, með hvatvísina að vopni, drifum okkur niður eftir til þeirra í Ármúlann og fjárfestum í GULLFALLEGUM korki.

20150518_151339

Útkoman er svo glæsileg og við erum gjörsamlega í skýjunum með þetta allt saman.

SHARE