Stærsta spurningin: „Hvað langar mig?“

Ein af mikilvægustu spurningunum sem ég spyr mína skjólstæðinga er einmitt „HVAÐ LANGAR ÞIG?“

Því stór hluti af því að elska sig heitt og innilega og hækka orkuna er að framkvæma það sem þig langar og til þess að geta framkvæmt er mikilvægt að hlusta á hjartað og hvað það er að segja þér.

Þarna er ég ekki að tala um að hlaupa til og kaupa allt það sem okkur langar í eða slá öllu upp í kæruleysi og sleppa tökunum á öllu, heldur, hlusta eftir, hvað er það sem mig langar að gera en hef ekki leyft mér að gera? Hver eru áhugamálin gömul eða ný sem ég er hætt að sinna, og ekki síst að það að neita sér um að gera það sem nærir þig.

LANGAR ÞIG AÐ BREYTA TIL? Skipta um starf, færa þig um set, flytja?

LANGAR ÞIG AÐ HÆTTA EINHVERJU, EÐA BYRJA Á EINHVERJU?

LANGAR ÞIG AÐ TAKA MEIRA ÞÁTT EÐA MINNI ÞÁTT?

Allt byrjar á þeirri hugsun að þig langi, og svo vinnur þú þaðan. Margt af því sem okkur langar er vissulega flókið að framkvæma, en getur þú byrjað einhversstaðar og tekið fyrsta skrefið?

Án næringar visnum við, þessvegna er svo ótrúlega mikilvægt að muna eftir „hvað langar mig“? „Sky is the limit“ ❤

SHARE