Stefán Logi sem dæmdur var í 5 ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun, hjálpaði stúlkunni að flýja.

Stefán Logi Sívarsson, 32 ára karlmaður sem einnig er þekktur sem annar Skeljagrandabræðra, var í gær dæmdur til að sæta nálgunarbanni gagnvart 16 ára stúlku.

Stefán aðstoðaði stúlkuna við að flýja meðferðarheimilið

Stúlkan strauk af meðferðarheimili en hún á við mikinn fíkniefnavanda að stríða. Stefán Logi aðstoðaði hana við að flýja og gaf henni fíkniefni, peninga, snyrtivörur, föt og síma. Þau eru einnig talin hafa átt í kynferðislegu sambandi. Stúlkunni er talin stafa mikil hætta af Stefáni þar sem hann kemur í veg fyrir að hún geti barist við fíkniefnavanda sinn.

Hefur langan brotaferil að baki

Stefán hefur langan brotaferil að baki en hann var dæmdur í 5 ára fangelsi þann 11.janúar síðastliðinn fyrir hrottafengna nauðgun sem hann framdi ásamt öðrum manni. Stefán gengur laus í dag vegna þess að hann áfrýjaði málinu og því getur verið að það verði nokkrir mánuðir þar til málið verður tekið fyrir í hæstarétti. Hann byrjaði snemma í afbrotum og þurfti lögregla fyrst að hafa afskipti af honum og bróður hans þegar þeir voru einungis 11 og 12 ára gamlir, þá höfðu þeir ráðist á unga móður á Eiðstorgi sem hafði tekið upp hanskann fyrir börnin sín sem þeir höfðu níðst á.

ATH!

Þetta er bara eitt dæmi af mörgum þar sem kornungar stelpur, allt frá 12 ára aldri, leiðast út í alvarlega fíkniefnaneyslu og eru misnotaðar af eldri mönnum. Mennirnir bjóða þeim fíkniefni,föt og ýmsan “munað” og misnota sér þær svo sem “borgun.” Ef og þegar þessar stúlkur losna úr fíkniefnaheiminum eru þær jafnvel alltaf að takast á við afleiðingar misnotkuninnar.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here