Stjörnumerkin og rifrildin

Það er alltaf leiðinlegt að rífast. Það er samt gott að hafa þessi atriði í huga þegar þú rífst við fólk, í hvaða stjörnumerki er viðkomandi og hvað þarftu að hafa í huga.

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn þolir ekki þegar fólk beitir hann andlegu ofbeldi. Það er fátt sem gerir hann reiðari en þegar fólk getur ekki bara talað hreint út við hann.

Það er best fyrir þig að segja bara það sem þú meinar og að meina það sem þú ert að segja. Hann hefur enga þolinmæði fyrir því að þú sért að fara í kringum hlutina. Hrúturinn mun vísvitandi láta þig vita hvernig honum líður og hvað hann ætlar að gera í því.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Nautið er stressað fyrir svo ef þú ert að angra það meira áttu von á það noti hornin á þig. Það er opið fyrir samningaviðræðum og mun leggja mikið á sig til að halda friðinn. Hinsvegar þolir Nautið ekki að láta áreita sig.

Nautið mun alveg berjast á móti og fer ekki fínt í það. Vertu með það að hreinu hvað þú vilt ræða og ekki eyða tíma Nautsins til einskis.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Ekki leggja Tvíburanum orð í munn. Hann þolir það ekki og það mun ekki hjálpa þér í rifrildum.

Leyfðu Tvíburanum að tala og leggðu þig fram um að skilja hvað hann er að reyna að segja. Ef þú ert að grípa orðið finnst honum eins og þú sért ekki að taka hann alvarlega.

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Ef þú ætlar að bjóða Krabbanum birginn varðandi eitthvað skaltu gera það ein/n. Ef þú ætlar að gera þetta með einhverjum öðrum mun Krabbinn ekki hlusta á ykkur.

Þetta verður að vera persónulegt því annars verður þér ekkert ágengt. Vertu heiðarleg/ur við þig og Krabbann og þá getið þið talað saman.

 

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Ef þú ætlar að rífast við Ljón, er best að þú leyfir honum að leiða samtalið/rifrildið. Það er ekki þar með sagt að þú eigir að leyfa Ljóninu að valta yfir þig heldur er þetta meira til þess að því finnist að það sé ekki verið að neyða það í að vera undirgefið.

Ljónið verður reitt ef talað er niður til þess eða ef fólk er hrokafullt. Leyfðu því að tjá sig og útskýra sína hlið sögunnar.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Það sem þú ættir helst að forðast í rifrildi við Meyju er að grípa fram í fyrir henni. Ef þú grípur stanslaust fram í fyrir henni getur verið að þú fáir ekki séns til að tala við hana aftur, aldrei nokkurntímann.

Meyjan þolir ekki þegar báðir aðilar fá ekki að tjá sig. Aðallega ef það hallar á hana. Gerðu þitt besta til að hlusta á hana og talaðu þegar hún er búin að tjá sig.

 

Vogin

23. september – 22. október

Þegar þú rífst við Vog, þá ættirðu að reyna að hækka sem minnst róminn. Ef þú ert að hækka róminn getur rifrildið orðið að „öskurkeppni“ og Vogin mun ekki sýna neina miskunn.

Vogin mun ekki einu sinni heyra þína hlið sögunnar ef þú ert farin/n að hækka róminn. Ef þú hækkar róminn mun Vogin hækka róminn til baka og toppa þig!

 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Þegar þú rífst við Sporðdreka þarftu að kunna að verja þig og gera það vel. Sporðdrekinn sættir sig ekki við að fólk sé að heimta eitthvað frá þeim í rifrildum og það mun bara gera hann brjálaðan.

Sporðdrekinn vill frekar að þú segir hvað þér býr í hjarta frekar en að liggja á tilfinningum þínum og hann liggur ekki á sínum tilfinningum heldur.

 

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Þegar þú ætlar að bjóða Bogmanninum birginn þá skaltu ekki, undir neinum kringumstæðum gera lítið úr honum. Þú mátt alveg hugsa að hann viti ekki hvað hann er að tala um, en ef þú segir það, áttu ekki von á góðu. 

Hafðu sannleikann á hreinu og allt uppi á borðum, annars mun allt fara í háaloft.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Þegar þú rífst við Steingeit er það besta sem þú getur gert er að reyna að halda þig við efnið.

Það skiptir engu máli þó að fullt af öðrum málum komi upp í hugann á þér, sem þig langar að klína framan í Steingeitina. Ekki grafa þessi mál upp því það mun gera Steingeitina alveg brjálaða. Hún þolir ekki þegar verið er að grafa gamla hluti og mun gera rifrildið enn verra og ljótara.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Það er mjög gáfulegt af þér að vanmeta ekki það sem Vatnsberinn mun gera til að „vinna“ í rifrildum. Það kann að vera að þú teljir að Vatnsberinn sé búinn að gleyma ákveðnum málum en þú verður hissa á því hvað Vatnsberinn er langrækinn.

Stundum er betra að leyfa Vatnsberanum bara að átta sig á hlutunum upp á eigin spýtur í stað þess að bjóða honum birginn. Farðu varlega í hvaða orrustur þú vilt taka með honum.

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Það er best að mæta Fiskinum á rólegan máta. Því háværari og dramatískari sem þú ert því reiðari verður Fiskurinn.

Það er ekki góð hugmynd að smána Fiskinn því þetta stjörnumerki mun sjá til þess að þú verðir miklu særðari en hann, þegar leiðir ykkar skilja.

Fiskurinn bregst betur við ef þú er málefnaleg/ur, nákvæm/ur og tjáir þig með jafnaðargeði. Annars muntu takast á við miklu erfiðara samtal.

 

Heimildir: Higherperspectives.com 

SHARE