Stjörnumerkin og stressið

Þú getur forðast stress. Í rauninni eru meiri líkur á því að þú finnir fyrir stressi ef þú ert að hlaupast í burtu frá því. Stress kemur yfirleitt vegna ótta og óöryggis. Við hræðumst mistök, missi og sársauka. Ef þú hefur ekki trú á sjálfum/sjálfri þér ýtir það undir stress en stress gefur til kynna að þú sért að takast á við áskorun eða þrá.

Hér getur þú lesið þér til um það hvernig og í hvaða aðstæðum stjörnumerkin upplifa stress og streitu.

aries-759382_960_720

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hvatvísi þín og náttúrulegur styrkur getur valdið þér ama stundum. Þú tekst á við stress og neikvæðni með hörkunni einni saman. Stoppaðu og hvíldu þig líka, jafnvel þó þú eigir nógan styrk eftir til að „berjast“. Það er algjör óþarfi að keyra þig í kaf ef þú þarft þess ekki.

taurus-759381_960_720

Nautið

20. apríl – 20. maí

Vinnusemi þín og einlægur ásetningur þinn verða til þess að þú tekur mistökum verr en þú þarft kæri vinur. Til að forðast og takast á við stress þarf Nautið að hætta stjórnseminni og hætta að reyna að þóknast öllum í kring. Þú ert góð manneskja og þarft að þekkja takmörkin þín og gera þér grein fyrir því hvað hjálpar þér að vaxa.

twins-759375_960_720

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Þitt náttúrulega flækjustig vinnur gegn þér. Þú verður að horfa fram á við. Þú ert mjög félagslynt merki og ættir að nota það þér til hagsbóta. Leitaðu til vina þinna, farðu í ævintýraleit og ekki hlusta á neikvæðnina í höfðina á þér. Ekki berjast við hana heldur. Sættu þig við hana og leyfðu hugsuninni svo að fara.

cancer-759378_960_720

 

 

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Stjórnlaust stress hristir upp í tilfinningum þínum. Álagið vex og vex þangað til þú kiknar undan því. Bættu sjálfstraust þitt og sættu þig við viðkvæmni þína. Hún þarf ekki að vera veikleiki heldur getur hún orðið að styrk.

lion-759374_960_720

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Ekki gleyma þér í þeirri tálsýn að þú getir stjórnað öllu. Þú reynir að fá alla með þér í lið, allt til enda. Það gengur ekki alltaf upp og stundum þarftu að sætta þig við það sem þú hefur og lifa í augnablikinu.

twins-759375_960_720

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Ekki búa til stress. Þú átt það til að gera úlfalda úr mýflugu. Þú ert gagnrýnin/n og smámunasöm/samur og það einangrar þig ef þú ferð ekki varlega. Gerðu þér grein fyrir að þú gerðir þitt besta og ef þú ert ekki ánægð/ur með útkomuna þá gerir þú bara betur næst.

horizontal-759380_960_720

 

 

Vogin

23. september – 22. október

Þú ert manneskjan sem stillir til friðar og passar upp á aðra. Stundum vanrækir þú þínar eigin þarfir, til að þóknast öðrum. Þú ert líka þekkt/ur fyrir að tjá þig EKKI ef eitthvað er að pirra þig. Ekki vera hrædd/ur við árekstra. Þú gefur svo mikið af þér til annarra og átt skilið að vera virt/ur og elskuð/elskaður.

scorpio-759377_960_720

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Þú vilt hafa þitt einkalíf og fíla það ekki þegar fólk vanvirðir þig. Það er ekki alltaf alveg ljóst hvar mörkin þín liggja og þú ert ekki alltaf skýr með það. Ekki halda í gremjuna eða hefna þín á fólki. Því meiri orku sem þú eyðir í þessar neikvæðu tilfinningar, því meir skaða þær þig.

contactors-759373_960_720

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Merkið þitt er merki aðgerða, hvatvísi og innsæis. Passaðu þig á að staðna ekki eða láta fólk halda aftur af þér. Gerðu þér grein fyrir að aðrir þurfa ekki að vilja lifa lífinu eins og þú og berðu virðingu fyrir því. Farðu þó varlega í málamiðlanir því þú vilt ekki vera bundin niður eða skylduð/skyldaður til að gera hluti sem þú vilt ekki.

capricorn-759379_960_720

 

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Vertu meðvituð/aður um mörkin þín og taktu þér tíma til að hvílast þegar þú ert komin að þeim. Þú þarft ekki að stjórna öllu til þess að ná árangri. Leyfðu lífinu að gerast og hugsaðu um þig sem manneskju sem getur tekist á við bestu og verstu hugsanlegu útkomu.

aquarius-759383_960_720

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Skuldbinding veldur Vatnsberanum mikilli streitu. Þú átt auðvelt með að aftengjast tilfinningaböndum og stundum sérðu eftir því eftir á. Mundu að þú getur alltaf leitað til annarra og þróað sambönd. Ef einhver vill ekki leyfa þér að vera þú, þá ættir þú ekki að sækjast í félagsskap þeirra.

fish-759384_960_720

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Þú þarft að gefa þér tíma til að hvílast og njóta lífsins. Þú þarft stöðugt að minna þig á að vera þolinmóð/ur gagnvart öðrum og félagslegum aðstæðum. Ekki forðast félagslegar aðstæður, en ekki leita þær uppi heldur. Jafnvægi þitt verður til ef þér líður eins og þú getir stjórnað þessu.

 

 

Heimildir: Higherperspectives.com 
SHARE