Stjörnuspá fyrir apríl 2017

Stjörnuspáin fyrir apríl 2017 er komin í hús. Á þetta við þig?

 

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Apríl verður mánuður fullur af óróa, krafti og æsingi. Hann er samt tilvalinn mánuður til að hefjast handa við ný verkefni og til að ná tilætluðum markmiðum þínum.

Þú þarft að ákveða hvað þú til gera og fylgja því svo eftir af kostgæfni.  Þú hefur kraftinn og styrkinn til að komast í gegnum allar hindranir. Eftir miðjan mánuðinn mun hraðinn minnka og þú verður að vera raunsærri og einbeittari i fjárhagslegum framförum.

Það getur verið að staða þín í vinnutengdum málum geti farið að breytast. Þú gætir fengið nýtt starf eða að núverandi starf þitt muni breytast.

Stjörnuspáin segir einnig að það geti orðið sveiflur í ástarmálunum í apríl. Það verða ekki endilega sambandslit en eitthvað ójafnvægi gæti komið upp. Ef þú ert í sambandi mun sambandið styrkjast í þessum mánuði og ástríðan verður enn meiri.

 

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Það verður mikið að gera hjá þér í vinnunni fyrstu þrjár vikur mánaðarins en þú munt geta slakað á í seinustu vikunni. Þú getur notað þann tíma til að bæta sjálfsmynd þína og uppfylla þínar dýpstu þrár.

Sjálfstæði þitt og frumkvæði verður í miklum blóma og þú ættir að láta vaða í það sem þig langar að gera.

Vinnan þín mun ganga mjög vel þrátt fyrir annir og þú skalt njóta þess.

Hjónabandið/sambandið verður undir miklu álagi í apríl. Öll vandamál sem hafa verið til staðar áður koma upp á yfirborðið. Samstaða mun koma ykkur út úr þessu og hjálpa ykkur í gegnum þetta.

Þú munt fá fréttir af fjölgun í fjölskyldunni.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Það verður álag á þér í vinnunni í apríl en það verður líka nóg að gera hjá þér í fjölskyldumálum. Þú munt leysa þetta allt vel af hendi.

Þú ert mjög sjálfstæð/ur og það vinnur með þér og aðrir fylgja þér eftir. Það verða mjög miklar ryskingar á vinnustaðnum og en það mun allt fara vel.

Þú munt endurskoða sambönd þín við vini og vinnufélaga í apríl. Þú verður að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á vináttur. Það verður einhver ólga í vinahópnum þínum en þetta mun allt leysast á farsælan hátt.

Ástarmálin verða örlítið flókin þangaði til um miðjan mánuðinn. Ef gunnurinn er sterkur mun sambandið þitt lifa það af, en bara ef grunnurinn er sterkur.

 

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Þessi mánuður verður mikið upp og niður hjá þér. Stundum eru þér allir vegir færir en stundum þarftu að treysta algjörlega á aðra. Sjálfstæði og einvera eru mjög mikilvæg fyrir þig í þessum mánuði.

Vinnan verður í miklum forgangi í apríl og þú munt upplifa mikinn vöxt og mikla virkni. Félagsleg tenging er mjög mikilvæg fyrir frama þinn og störf. Þú gætir fengið nýtt starf eða farið í gegnum miklar breytingar í starfi.

Þú munt eiga í erfiðleikum í samskiptum við þá sem eldri eru í fjölskyldunni þinni. Í ástarmálunum þarftu að hafa í huga að samskipti eru lykillinn að hamingju. Núverandi ástarsambönd verða í ójafnvægi en munu ná góðu jafnvægi í lok mánaðar.

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Það verður mikið að gera í vinnunni um miðjan mánuðinn. Það verða smá vandamál í einkalífinu og tilfinningaleg mál verða undirliggjandi.

Félagslegur þokki þinn mun vinna með þér í apríl. Frumkvæði þitt og dugnaður mun hjálpa þér að ná takmörkum þínum. Árangurinn verður svo í samræmi við jafnvægi þitt.

Ef þú ert í námi munu verða róttækar breytingar hjá þér í apríl. Ef þú ert í vinnu muntu fá mikið lof fyrir dugnað og þú átt í góðu sambandi við samstarfsfólk þitt.

Ástin verður í fullum blóma en þú átt það til að vera að flýta þér svolítið þegar kemur að ástinni. Leyfðu ástinni að þróast á eðlilegan hátt. Þá mun hún endast miklu lengur.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Það verður ofsafenginn hraði í kringum þig til 20. apríl og þú verður að hafa mikið fyrir því að halda ró þinni.

Það verða ekki margar hindranir á vegi þínum í apríl og þú ert í góðu andlegu jafnvægi. Þú ættir að nota þennan mánuð til að gera ferðaplön fyrir framtíðina.

Vinnan þín mun ganga stórkostlega og þú ert lykilstarfsmaður í vinnunni þinni. Þú gætir jafnvel fengið stöðuhækkun.

Ástarmálin ganga frábærlega í lok þessa mánaðar. Það verður mikið meira um rómantík en holdlegar nautnir. Apríl er góður mánuður fyrir konur í meyjunni til að verða barnshafandi.

Ef þú breytir um mataræði mun það ganga vel og þú munt finna mikinn mun.

 

 

Vogin

23. september – 22. október

Það verður mikið jafnvægi í apríl hjá þér. Þín verkefni eru að sinna vinnu, einkalífinu og andlegum málum. Framfarir fara eftir getu þinni til að leysa úr vandamálum.

Minnkaðu hraðann í lífi þínu og vinnu í þessum mánuði. Í félagslífinu verður nóg að gera hjá þér. Þú eignast nýja vini og hættir að vera í samskiptum við suma af gömlu vinunum. Þú ert lifandi og hugsar um andlegu heilsuna þína.

Þú þarft að læta að leita til annarra. Þetta er ekki tíminn til að vera sjálfstæð/ur og hrokafull/ur.  Þú ættir ekki að gera stóra samninga varðandi vinnuna þína í apríl.

 

Það getur verið að það muni reyna á sambönd þín í apríl, hvort sem það eru ástarsambönd, fjölskyldubönd eða vinasambönd. Að lokum muntu samt sjá að samböndin munu verða sterkari fyrir vikið.

Ef þú ert einhleyp/ur er mjög líklegt að þú verðir ástfangin/n í apríl .

Mundu að slaka á. Þá erum við að tala um að anda djúpt og njóta.

 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Fjölskyldan verður í forgrunni í apríl og vinnan verður frekar mikið aukaatriði. Fjölskyldan og andleg mál eiga hug þinn allan. Þú ert að íhuga breytingar í starfinu og hugsar um framtíðina.

Aðlögun og samstarf er eitthvað sem mun hjálpa þér að ná markmiðum þínum.

Einhverjar breytingar eru í kortunum í atvinnumálum, ný vinna eða nýtt fyrirtæki. Ef þú ert án atvinnu núna, muntu fá atvinnutilboð.

Einhleypir  Sporðdrekar gætu fundið ástina. Þú leitar í þá sem eru efnaðari en þú og jafnvel valdamikla einstaklinga.

Samband þitt við fjölskylduna verður frábært mestallan mánuðinn.

 

 

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

 

Fjölskyldan er mikilvægari en framinn í apríl. Nú er tíminn til að taka á öllum vandamálum sem upp koma á heimilinu og auka andlegan stöðugleika þinn. Framinn tekur aftursætið þennan mánuðinn.

Taktu ráðum annarra og lagaðu þig að aðstæðum. Málamiðlanir og samstarfsvilji eru lykillinn að árangri.

Fyrri hluta mánaðarins munt þú vera full/ur af drifkrafti og frumlegheit munu hjálpa þér að ná nýjum hæðum í apríl.

Vinnuumhverfi verður til fyrirmyndar í apríl. Þú munt eiga frábært samband við samstarfsfélagana. Vinnan verður meira krefjandi eftir 20. apríl.

Það getur verið að þú þurfir að hafa mikið fyrir því að halda frið í fjölskyldunni. Það verður margt í gangi .

Einhleypir Bogmenn finna ástina og ástin er skemmtileg.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Þú verður þinn eigin herra í apríl, en þarft samt að hlusta á aðra. Þú þarft að nota frumkvæði þitt og einbeita þér að þínum eigin metnaði. Það getur verið að þú sért að fara að kaupa eða selja húsnæði.

Ef þig langar að breyta mataræði þínu eða hreinsa líkamann, þá er apríl mánuðurinn til þess.

Þú ert vel metin/n í vinnunni og finnur það vel.

Sterk sambönd í lífi þínu verða sterkari en veikari sambönd líða undir lok.

Líklega ferðu í framkvæmdir á eign þinni, fyrri hluta mánaðarins.

 

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Það er kominn tími til þess að þú gerir líf þitt eins og þú vilt hafa það. Þú vilt ekki vera háð/ur öðrum og vilt vera sjálfstæð/ur.

Það kemur samt sem áður sá tími að þú þurfir að vinna með öðrum og gera málamiðlanir til að ná þeim markmiðum sem þú vilt.

Það verða breytingar í vinnumálum þínum. Gætir verið að fara að skipta um starf og þá mun sú ákvörðun byggjast á því hvað hentar fjölskyldu þinni.

Það koma upp brestir í ástarsambandinu þínu en það verður ekkert mál að eiga við það, ef sambandið er sterkt.

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Andleg mál og fjármál eiga hug þinn allan í apríl. Það verður brjálað að gera þangað til 20. apríl, en ró kemst á eftir það. Það getur verið að þú verðir á ferðinni um landið þitt.

Ástin verður áreynsluminni eftir fyrsta fjórðung mánaðarins. Þú þarft að fara þér hægt ef þú ert að stofna til nýs sambands.

 

Sum sambönd þín við nákomna eru brothætt svo þú ættir að stíga varlega til jarðar í samskiptum við fjölskylduna.

Farðu í nudd og stundaðu líkamsrækt.

Heimildir: sunsigns.org

SHARE