Stjörnuspá fyrir árið 2023 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Búðu þig undir endurminningar því árið 2023 verður tileinkað fortíðinni. Þú ert að eyða tíma með fjölskyldunni, sem þú átt langa sögu með, gömlum vinum og síðast en ekki síst með sjálfri/um þér. Þú ert semsagt að greina það hvernig fortíðin hefur haft áhrif á hvernig manneskja þú ert í dag. Þetta verður einna mest í mars. Þú munt kynnast þér upp á nýtt og kynnast frelsi sem þú hefur aldrei fundið áður. Það munu opnast nýjar víddir í tilverunni þegar þér verður það ljóst að þú ERT ekki tilfinningar þínar, heldur upplifir þú þær og leyfir þeim að líða hjá.

Það mun verða gott fyrir þig að finna þér ný áhugamál og vekja þitt innra barn upp aftur.Taktu þér tíma til að leika þér, hlæja, syngja og dansa. Svo lengi sem það kemur nýr dagur, koma ný tækifæri.