Stjörnuspá fyrir árið 2023 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Elsku Meyja, 2023 verður ár sem verður fullt af tækifærum til að fagna. Þú þarft ekki að bíða eftir afmælinu þínu eða afmælum til að safna þínum nánustu saman og verða miðpunktur athyglinnar um stund. Reyndar muntu ná einhverju ótrúlegu markmiði sem gefur tilefni til að koma fólki saman og skála.

Margir sjá fram á hærri innkomu á bankareikningum þínum og skuldir greiddar niður. Þú finnur fyrir meiri ást og elskar meira en nokkru sinni. Þér líður ekki lengur eins og þú sért í aftursætinu í lífi þínu. Þú ert miklu meira virði en þú getur ímyndað þér og á árinu muntu komast að því betur að þú hefur alltaf verið stjarna í þínu eigin lífi.

Í ástarmálunum er þér alltaf að verða meira og meira ljóst hvað það er sem þú vilt og hvað þú vilt ekki. Gefðu fólki svigrúm til að koma þér á óvart og hafðu gaman að því.