Stjörnuspá fyrir árið 2023 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Þó að jafnvægi skipti þig ofboðslega miklu máli þá verður lítið um jafnvægi í öllum samböndum þínum á næsta ári. Það getur meira að segja orðið smá drama. Besta leiðin til að komast í gegnum það er að sleppa takinu á egóinu þínu og íhuga þarfir annarra, og í lok ársins verða öll sambönd þín verða óbrjótanleg.

Þú ert týpan sem hefur ekkert út á smá daður að setja, jafnvel þó þú sért feimin/n, þá ertu eins og segull og fólk dregst að þér. Einbeittu þér að því að bindast einni manneskju tilfinningalegum böndum og leyfðu sambandinu að þróast. Þetta er ár til að treysta óhikað á innsæi þitt.

Mundu að hvíld er mikilvæg og þú ein/n ert ábyrg/ur fyrir þinni eigin hamingju. Það er enginn að fara að koma til þín færandi hendi með hamingjuna, heldur þarftu að sækjast eftir henni.