Stjörnuspár hafa verið rosalega vinsælar hjá okkur síðustu mánuði og því ætlum við að halda áfram að birta þær hjá okkur. Þessi frábæra spá er frá Astrosofa og er bráðskemmtileg spá fyrir desembermánuð.

 

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Þú ert svo sannarlega sólargeisli fyrir aðra. Þú gleður fólk með þínu ómótstæðilega brosi. Þér líður vel þegar þú hefur tækifæri til að vera hugulsöm/samur. Ef einhverjir erfiðleikar steðja að muntu takast á við þá með svo mikilli færni að þú munt átta þig á því að þú ert fær í flestan sjó. Þú munt fá peninga úr óvæntri átt, ekki missa þig samt. Það er gott að eiga þessa peninga inni á nýja árinu.

Heilsan þín er fín en þú þarft samt að huga að heilsunni þinni. Þú keyptir hlaupaskóna ekki til þess að horfa bara á þá. Skokkaðu á morgnana eða hjólaðu í vinnuna, eða farðu í sund. Þú munt ekki sjá eftir því.

 

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Þú kemur með metnað og ást í þitt nánasta umhverfi. Þú er örlát/ur og göfug/ur og þess vegna áttu auðvelt með að fyrirgefa hugsunarleysi annarra. Þú móðgast ekki þó fólk í kringum þig sé pirrað og reynir jafnvel að nálgast það. Það gæti komið þér skemmtilega á óvart.

Þú ferð afslöppuð/afslappaður í vinnuna því þú ert ekki hrædd/ur við að gera mistök og leyfir þeim ekki að brjóta þig niður. Þú reynir bara aftur og vandvirkni þín mun verða til þess að þetta hefst allt að lokum.

Á þessum tíma í lífi þínu þarftu að fá þinn tíma í einsemd og sjálfskoðun. Þú nýtur þess og þetta fer að verða að helgisiðum hjá þér. Farðu á rólegan stað, hugsaðu inn á við og aftengdu þig öllu. Þetta gerir sál þinni gott.

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Þú losnar ekki við þá tilfinningu að fólk sé alltaf að reyna að ögra þér. Fólk stríðir þér annað veifið og það getur farið í taugarnar á þér. Reyndu samt að springa ekki á fólk því það mun bara valda særindum.

Þú munt örugglega upplifa tilfinningalegan rússíbana næstu daga í vinnunni. Þú getur átt áreynslulaus og ánægjuleg samskipti við samstarfsfélagana einn daginn, en daginn eftir eitthvað þveröfugt. Reyndu að slaka á og velja orð þín af kostgæfni.

Ekki fara framúr þér í líkamsræktinni. Þú átt það til að vera öfgakennd/ur í hegðun og vilt þröngva útkomu fram sem hentar þér. Ekki gera það.

 

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Þú þarft að taka aðeins til í sambandinu þínu og laga allt ósætti. Rifrildi hafa minni áhrif á þig en venjulega og þú lítur á þau sem tækifæri til að sættast við fólkið í kringum þig og auðga líf þeirra. Þú ættir að verja næstu vikum með þínum nánustu.

Þú getur skilið allt pirrandi og leiðinlegt eftir í vinnunni og nýtur þín í botn. Hlustaðu á innsæi þitt, nú er tíminn til þess.

Þér líður vel og nýtur lífsins. Farðu í líkamsrækt og hafðu heilsuna í lagi, fyrir framtíðina.

 

[nextpage title=”Fleiri stjörnumerki”]

 

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Aðferðir þína til að leysa úr ágreiningi virka ekki lengur. Þú getur ekki einu sinni sannfært sjálfa þig eða aðra lengur. Þú átt það til að vera mikið í mótsögn við sjálfan þig og það getur farið í taugarnar á fólki.

Þú ert þreyttari en vanalega þessa dagana og það getur orðið til þess að þú átt ekki góð samskipti við annað fólk. Þér finnst þú vera misskilin/n af vinnufélögunum. Farðu samt varlega í að ásaka og gagnrýna aðra stanslaust. Í staðinn ættirðu að taka upp spegilinn og skoðaðu sjálfa/n þig og reyndu að skilja þína eigin hegðun.

Stundaðu líkamsrækt en farðu varlega til að ofkeyra þig ekki.

 

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

 

Stundum sérðu ekki skóginn fyrir trjánum. Þú hefur samt ekki ástæðu til að kvarta því þú ert alveg að fara að leysa úr mjög mikilvægum málum sem eru þitt hjartans mál. Stundum ættirðu að hugsa meira um hvað þú átt frábært fólk í kringum þig og vera aðeins minna í efnishyggjunni.

 

Á næstu vikum muntu vinna mikið og sýna vinnu þinni mikinn metnað. Eini vandinn er að þú ert alltof stressuð/stressaður. Þú ættir að reyna að skipuleggja þig og þá verður vinnan auðveldari. Ekki hika við að leita ráða og stuðnings frá samstarfsfólki þínu. Ekki búast við launahækkun samt á næstunni.

Það getur verið að spennan og stressið valdi þér höfuðverk og þér finnst þú útkeyrð/ur. Hlustaðu á innsæi þitt til að komast að því hvað hugur þinn og líkami þarfnast þessa dagana. Stundum þarf ekki mikið til, til þess að endurnýja orkuna þína. Ekki drekka mikið áfengi og sofðu nóg.

 

Nautið

20. apríl – 20. maí

Á næstu vikum áttu örugglega eftir að upplifa tilfinningalegan rússíbana í einkalífinu. Daprar hugsanir eiga það til að sækja á þig, í bland við glaðvær augnablik. Ekki einangra þig frá þínum nánustu vinum.

Þú þarft á einbeitingu þinni að halda þessa dagana í vinnunni. Þú gætir verið þreyttari en vanalega en ekki láta gagnrýni hafa of mikil áhrif á þig. Þú gætir átt von á atvinnutækifæri.

Þú hugsar mikið um heilsuna þína þessa dagana. Hlustaðu á lækninn og ekki vera of hörð/harður við sjálfa/n þig.

 

Tvíburinn

21. maí – 20. júní 

Fólki líkar almennt vel við þig. Þú ert jákvæð manneksja sem gerir þig aðlaðandi fyrir hitt kynið. Þess vegna ættir þú ekki að hika við að fara út á meðal fólks að loknum vinnudegi. Það mun koma þér á óvart hvað þú ert fljót/ur að kynnast öðru fólki.

Þú getur verið stolt/ur af starfsferli þínum. Hugsaðu allt sem þú ætlar að gera til enda. Þá mun ekkert koma þér á óþægilega á óvart.

Næstu vikur munu einkennast af mikilli orku. Þú ert fersk/ur og orkumikil/l en passaðu að ofgera þér ekki í líkamsræktinni.

 

[nextpage title=”Fleiri stjörnumerki”]

 

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Þú sýnir stolt þitt mjög kæruleysislega og aðrir líða fyrir það. Jafnvel þó fólk sé að sýna þér nærgætni, áttu það til að vera of viðkvæm/ur og hefnigjörn/gjarn og missa þig of auðveldlega. Íhugaðu hvernig afleiðingar slík hegðun getur haft. Stundum þarftu að hafa hemil á þér.

Þú getur náð frábærum árangri í vinnu, ef þú heldur aftur af óþolinmæði þinni og hvatvísi.

Þú ert orkumikil/l og líður dásamlega. Þú átt ekki von á neinum vandamálum nema þeim sem þú skapar sjálf/ur. Þú þarft að setja reglur fyrir þig sjálfa/n og passa að fara ekki í neinar öfgar því þú ert mjög öfgakenndur karakter.

 

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Það er mjög gott að vera náinn öðru fólki og þú ættir að njóta þess til hins ítrasta. Farðu út á meðal fólks og eyddu tíma með maka þínum. Ef þú ert einhleyp/ur muntu fá nokkur freistandi tilboð á næstunni, án þess að bera þig eftir þeim. Það er aðeins eitt sem þú þarft að gera upp á eigin spýtur, að taka ákvarðanir.

Lífið þitt er auðvelt núna. Þú vinnur vinnuna þína án mikillar fyrirhafnar. Þú átt afslappað samband við samstarfsfélagana og færð mikinn stuðning.

Það eru ekki miklar kröfur gerðar á þig þessa dagana og það gæti orðið til þess að þú missir metnaðinn.

 

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Þú ættir að reyna að lifa í sátt og samlyndi við alla sem þú ert í samskiptum við. Þú ert viðkvæm/ur fyrir því að lenda í ágreiningi og þess vegna ættir þú að reyna að sleppa þeim.

Þú ert með mikinn frið innra með þér í þessum mánuði. Þú gerir þér grein fyrir að þú hefur nægan tíma til að leysa öll þín vandamál. Þú vinnur vel í hóp og þér gengur vel að semja við fólk.

Þér gæti varla liðið betur og ættir að nota allan tíma sem þú hefur til að hugsa inn á við. Prófaðu hugleiðslutækni og öndunaræfingar.

 

 

Vogin

23. september – 22. október

Þú ert að kynnast mikið af nýju fólki og það er bara jákvætt. Fólk er að nálgast þig og vill kynnast þér og þú ert að eignast marga nýja og spennandi vini.

Þú ert svakalega metnaðargjörn/gjarn núna. Þú gerir áform og fylgir þeim eftir. Það eru miklar líkur á að þú náir markmiðum þínum í vinnunni þinni ef þú leggur þig fram. Það er aðeins eitt sem þú ættir að forðast og það er að setjast niður og slaka á þegar hlutirnir fara að ganga vel. Haltu þessu til streitu.

Það er kominn tími á lífsstílsbreytingu. Það mun vera auðveldara en vanalega, þó það sé erfitt að halda aftur af sér og brjóta upp vana. Leitastu eftir því að bæta heilsu þína til langframa.

 

SHARE