Stjörnuspá fyrir desember 2022 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Langar þig að demba þér í nýtt ævintýri? Ef þú hefur beðið eftir merki um að demba þér af stað, þá er það hér. Ef þú tekst á við fjármál þín af alvöru og þroska, verður auðveldara að byrja – en ekki gera það með lokuð augun!

Það er eitthvað sem gæti komið þér á óvart í samstarfi þínu við aðra nú í desember. Það er að koma að einhverskonar kaflaskilum núna og einn kafli að klárast. Þú gætir samt bjargað hlutum með að endurskoða samtöl og átök sem áður var sópað undir teppið. Skoðaðu heiðarlega það sem þú hefur lært um sjálfan þig í samskiptum þínum við aðra. Íhugaðu hvar þú hefur pláss til að vaxa og hvernig þú getur tekið meiri ábyrgð á sjálfum þér í framtíðinni.