Stjörnuspá fyrir desember 2022 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Finnst þér eins og þú sért í miðri endurnýjun – raunverulegri eða myndlíkingar formi? Það getur verið að þú sért að byggja grunninn þinn aftur, en á næstu vikum kemur í ljós að öll vinnan sem þú hefur innt af hendi hefur borgað sig. Þú ert aðalpersónan í þinni eigin sögu.

Þú ert að velja að sjá björtu hliðarnar á lífinu en vertu viss um að þú sért ekki í afneitun og lokir augunum fyrir sannleikanum. Uppúr 21. desember muntu upplifa aukið sjálfstraust og hvatningu sem mun hjálpa þér að taka stöðugt skref í átt að því að láta drauma þína rætast. Mundu bara að gera þér raunhæfar væntingar; árangur næst ekki á einni nóttu.