Stjörnuspá fyrir desember 2022 – Hrúturinn

Hrúturinn
21. mars — 19. apríl

Þú ert ótrúlega einbeitt/ur og eins ákveðin/n og alltaf, Hrútur. Desember verður rólegur en þér gæti fundist eins og þú sért að keyra á vegatálma við hverja beygju, ert þreytt/ur eða pirruð/aður. Notaðu þennan tíma til að láta lítið fyrir þér fara, hvíla þig og endurhlaða batteríin, frekar en að reyna rembast eitthvað.

Þú beinir athygli þinni að því sem örvar þig vitsmunalega. Leyfðu nýju og forvitnilegu viðfangsefni að kveikja í þér. Þú gætir komist að því að áhugasvið þitt gæti verið að breytast. Mundu samt að klára verkefni áður en þú byrjar á nýjum. Taktu lífinu með stóískri ró og leyfðu þér að njóta.