Stjörnuspá fyrir desember 2022 – Ljónið

Ljónið
23. júlí — 22. ágúst

Leyfðu þér að kanna nýjar leiðir til að tjá sköpunargáfu þína. Nálgastu það eins og leik – með gleði og léttleika! Og þó að þú verðir í hátíðarskapi í desember, gleymdu þá ekki góðu venjunum þínum. Þetta snýst allt um jafnvægi.

Stundum ganga ekki allar áætlanir upp, en það þýðir ekki að þú ættir að gefa upp vonina. Í desember, ættir þú kannski að endurvekja draum sem þú hefur ekki enn náð að láta rætast.

Ef þú upplifir að hlutirnir ganga hægar en þú vilt mundu að hvert tækifæri sem gefst, er tækifæri til að gera enn betur. Ekki gefast upp eða byrja upp á nýtt. Til að halda sjálfri/um þér við efnið skaltu hugsa um heildarmyndina af því sem þú ert að leitast við að ná.