Stjörnuspá fyrir desember 2022 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember

Hver er skilgreining þín á auðugu og farsælu lífi? Hvaða framtíðarsýn fyllir þig bjartsýni og hvatningu? Ekki horfa framhjá mikilvægi þess að hafa samráð við fagmann þegar þú tekur á málum sem varða fjármál þín eða til að fá lækningu. Að hafa einhvern til að svara spurningum þínum og hjálpa þér í gegnum óvissu og óstöðuga tíma mun vera ómetanleg fjárfesting í framtíðinni.

Eftir 23. desember gætirðu tekið eftir verulegri hugarfarsbreytingu þar sem þér mun finnast þú ákveðnari og alvarlegri. Einfaldur heiðarleiki þinn gæti leitt til þess að aðrir trúi því að þú sért of svartsýn/n. Passaðu upp á tóninn þegar þú ert að segja þína skoðun.