Stjörnuspá fyrir desember 2022 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Þú átt það til að reyna að forðast ágreininga en þú ert að fara að læra að velja réttu orðin í mikilvægum samtölum við fjölskyldumeðlimi. Þú ert líka að læra, um þessar mundir, að taka betur við skoðunum annarra, þó það stangist á við þínar skoðanir.

Ef þú hugsar of langt fram í tímann getur það truflað það sem er að gerast hjá þér núna. Þú munt, í desember, þróa innihaldsrík sambönd í persónulega lífinu og þú ert að komast upp á lagið með að njóta dagsins frekar en að hugsa alltof mikið um framtíðina. Eyddu meiri tíma í kringum vini og fjölskyldu sem láta þig líða vel, halda þér á jörðinni og veita þér öryggistilfinningu.