Stjörnuspá fyrir febrúar 2022 – Ljónið

Þú hefur verið beðin/n um að sleppa tökunum á gömlum samböndum, sérstaklega vinnu- og ástarsamböndum, áður en þú ferð í nýtt samband. Reyndu að verða við því. Þú munt finna fyrir miklum tilfinningum í febrúar, sérstaklega um miðjan mánuðinn. Þú munt einnig finna fyrir mikilli löngun til að bæta líðan þína og heilsu, bæði andlega og líkamlega.

Þú munt eiga góðan mánuð þegar kemur að ástarmálunum en mundu bara að verða ekki of háð/ur maka þínum og láta allt stjórnast af því hvernig gengur í sambandinu. Haltu áfram að hvetja sjálfa/n þig áfram og þó svo að einhver geri hlutina jafn vel og þú er það ekki merki um að þú þurfir að gera enn betur.