Stjörnuspá fyrir febrúar 2022 – Sporðdrekinn

Þessi tími er tími fjölskyldunnar og andlegrar vellíðunar. Það getur verið að þú hafir verið að velta þér upp úr fortíðinni, einhverjum gömlum sárum, þá mun það taka enda í febrúar. Þú munt finna að það er margt sem þú getur hlakkað til og mundu bara að leyfa hjartanu að ráða för, eins og þú ert svo góð/ur í.

Um miðjan mánuð muntu fá frábæra viðurkenningu á vel unnu starfi þínu og þú upplifir að þú sér á nákvæmlega þeim stað sem þú átt að vera. Ef þú hefur verið að íhuga að spyrja maka þinn að einhverju eða deila einhverju með honum/henni sem þú hefur ekki gert áður, er kominn tími á það. Treystu á sjálfa/n þig. Innsæi þitt og greind eru meira samstillt núna en nokkru sinni. Þú munt finna ró innra með þér og með sjálfri/um þér sem þú hefur ekki upplifað áður.